Efstu tólf eiga u.þ.b jafnmikið af kílómetrum og allir hinir til samans, þ.e 7.203km en sami hópur var með 4.202km í fyrra, það skýrir stóran hlut af mun milli ára.
Það hefur áhrif að einhverjir hafa verið að herða sig í skráningunni en margir sem hafa skráð allt hingað til eru líka að róa meira sem er ánægjulegt.
Helga, til gamans þá er hér samantekt á róðrum þínum 2015 og 2016, línuritið sýnir km per hvern mánuð og mánuðir táknaðir með tölustaf
Helga 2015
Helga 2016
Þú hefur nífaldað skráningar sem er vel gert!
Það er mjög gott að geta mælt iðkun á sportinu og helst hefði ég viljð sjá alla kílómetra félagsmanna í bók, hvort sem er farið frá Geldinganesi eða öðrum stað. Þannig getum við séð vel hvernig okkur gengur sem klúbb í því sem við stöndum fyrir, þ.e m.a að stuðla að iðkun sportsins.