Laugardagsmorgunn

08 jan 2017 11:46 #1 by Helga
Replied by Helga on topic Laugardagsmorgunn
Skemmtilegt Ingi! Fangar algjörlega stemninguna. :)
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jan 2017 17:58 - 08 jan 2017 15:48 #2 by Ingi
Laugardagsmorgunn was created by Ingi
Ég komst því miður ekki með í morgun en mér varð hugsað til ræðara morgunsins:
Laugardagsmorgun

á laugardagsmorgni þegar
misvitrir útvarpsþulir gera
fólk allt að því brjálað
með sínum útkreista húmorlausa
hlátri í viðtækjum landsmanna
gera kappar sig klára
í stálhýsum eiðisins
við fjöruna svarthvítu

blikkljós kveikt og þykkir
hanskar úr nýprjóni eru dregnir
yfir krókloppna fingur
svuntan strekkt og
ýtt er úr fjöru

Á öldunni svölu og kröppu
sveigja þeir sig og beygja
á milli lands og hárbeittra skerjanna
renna og skoppa
einæringar úr plastefni
(mishörðu þó)

sjóenglar hafsins kaldbláa
rassskella sundin með
spýtunum sínum taktfast
en örugglega og
fá að launum
jökulkaldan og blautan
koss

stefnan tekin heim á leið
kuldi í beinum
en bros á vör og
kinnarnar rjóðu ljóma
eins og kveikt hafi verið
á 100 kerta peru
keiparnir dregnir
á pallinn góða

og strax er farið að leggja
drög að næsta skipti

kv
Ingi
The following user(s) said Thank You: Helga

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum