Sæl verið þið félagar.
Ég á að vera róðrarstjóri í þetta sinn. Fjara er kl. 07:12 þannig að hálffallið verður að og það er smástreymt.
Spáð er vindi um 10 m/s að sunnan, hitastigi yfir frosmarki og einhverri úrkomu, væntanlega slyddu eða snjó.
Leiðin réttsælis um Geldinganes - Þerney - Leirvogshólma kemur til álita, en við skoðum veður og hóp á staðnum.
Ég vil vita áður en lagt er af stað hverjir ætla að fylgja hópnum allan tímann og taka mið af því hverjir verða í hópnum og búnaði þeirra.
Þeir sem fara aðra leið eru á eigin vegum.