Allt gekk þetta eftir, ég var stjórinn, veðrið var fagurt, vinir Kollu fjölmenntu, Geldinganesið var hringað, klakaskæni norðan við sem þó var ekki til trafala, frábærar aðstæður til rock-hopping æfinga sem sumir nýttu sér vel, aðrir dóluðu sér aðeins utar, sjóveiki gerði aðeins vart við sig og almennt virtist vera ánægja með róðurinn enda aðstæður allar svo góðar.
Egill. Ariane. Klara. Valli. Gummi B. Helga. Smári. Hörður. Kolla. og undirritaður réru af stað á fyrirfram ákveðnum tíma.
Aðeins hefur borið við að undanförnu að fólk er að mæta seint og er ekki tilbúið kl 10, það væri nú svo gaman ef fólk bara mætti á réttum tíma og væri klárt, allavega hef ég rosa litla þolinmæði i að bíða eftir einhverjum og það á ekki að vera í boði að láta heilan hóp bíða eftir sér.
Þakka þeim sem réru.............
lg