Félagsróðurinn 28 jan

29 jan 2017 18:33 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróðurinn 28 jan
Ég átti ekki heimangegnt í þennan róður. Lárus er pottþéttur í öllu sem hann gerir og að missa af róðir sem hann stýrir er bara slys. Frábært að félagarnir séu að hlúa að aðstöðunni. Ef við gerum það ekki hver ætti þá að gera það?
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jan 2017 13:20 #2 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróðurinn 28 jan
Takk fyrir skemmtilegan róður Lárus. Gaman að æfa sig í skerjaskoppi.

Mig langar líka til að hrósa Helgu fyrir að hafa gefið sér tíma til að þrífa í aðstöðunni okkar og koma með WC papprír :)
Takk Helga.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jan 2017 15:00 #3 by Larus
Replied by Larus on topic Félagsróðurinn 28 jan
Allt gekk þetta eftir, ég var stjórinn, veðrið var fagurt, vinir Kollu fjölmenntu, Geldinganesið var hringað, klakaskæni norðan við sem þó var ekki til trafala, frábærar aðstæður til rock-hopping æfinga sem sumir nýttu sér vel, aðrir dóluðu sér aðeins utar, sjóveiki gerði aðeins vart við sig og almennt virtist vera ánægja með róðurinn enda aðstæður allar svo góðar.
Egill. Ariane. Klara. Valli. Gummi B. Helga. Smári. Hörður. Kolla. og undirritaður réru af stað á fyrirfram ákveðnum tíma.

Aðeins hefur borið við að undanförnu að fólk er að mæta seint og er ekki tilbúið kl 10, það væri nú svo gaman ef fólk bara mætti á réttum tíma og væri klárt, allavega hef ég rosa litla þolinmæði i að bíða eftir einhverjum og það á ekki að vera í boði að láta heilan hóp bíða eftir sér.

Þakka þeim sem réru.............
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jan 2017 21:48 #4 by Larus
Mér hefur hlotnast sá heiður að vera róðrarstjóri,
sé ekki betur en veðrið verði bara flott.
Langir og erfiðir róðrar eru ekki mitt uppáhald þannig að
kílómetrunum verður stillt í hóf, gæti verið að strandlína Geldinganess
verði þrædd eða eitthvað annað skemmtilegt.
Þess má geta að Kolbrún hefur hugsað sér að mæta
og því væri gaman að sem flestar vinkonur og vinir hennar sæju
sér fært að mæta.

Endillega mætið á réttum tíma 9.30 því við róum kl. 10.00.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum