Vefsíða fyrir Kajakskólann er komin á legg og er slóðin einfaldlega
www.kajakskolinn.is Fyrir er fésbókarsíðan
www.facebook.com/kajakskolinn og tenging milli þessarar síðna. Nýja vefsíðan snýst um námskeið sem eru komin á dagskrá, en eftirspurn mun eðlilega ráða hvað fer í gang.
Þetta er mín eigin smíð í WordPress og hefur verið skemmtilegt sjálfsnám. Ég á margt ólært, gerði t.d. logo sem var ekki nógu gott og henti því út, en gæti komið síðar in aftur. Svo er aftasta síðan bloggsíða, sem er bara með tilraunum á ennþá.
Þarna eru svo síður með stuttum fræðslupistum og ábendingar eru að sjálfsögðu vel þegnar, en þetta á að vera stuttur texti. Auðvitað væri skemmtilegt að geta gert skýringarmyndir og vídeóstubba fyrir áratækni og fleira, en það verður að bíða.
Ég er að vonast til að hitta á einhvern markhóp sem þekkir ekki enn okkar ágæta sport - og velti fyrir mér hvernig ég get náð til þeirra.