Ný vefsíða Kajakskólans

30 jan 2017 16:10 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Ný vefsíða Kajakskólans
Og ekki gleyma umfjöllun sjónvarpsins um Reykjavíkurbikarinn síðast ;)
Við ættum e.t.v að gera meira af því að bera okkur eftir umfjöllun fjölmiðla því að það hefur verið yfirleitt verið auðsótt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jan 2017 13:05 - 30 jan 2017 13:08 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Ný vefsíða Kajakskólans
Markhópurinn já.
Ég myndi segja að þetta sé fólk yfir 25ára. Jafnvel 30 ára og yfir.
Fólk sem hefur einhvern útivistargrunn, meiri eða minni. göngur, veiði..osff.
Held ég megi segja kayaksportið hjá dæmigerðum nýliða sé ekki hans/hennar fyrsta útivistargrein..
Það mætti reyna nema fróðleik í hvernig t.d. björgunarsveitir laða að sér nýliða? Hvernig úvistarbúðir ná í kúnna? Osf.
Þarna eru 3 lykilatriði; orðspor, auglýsingar og fréttir. Tvö fyrstnefnu atriðin skýra sig sjálf. Auglýsingar kosta (og eru óhjákvæmilegar. Allir auglýsa upp að e-u marki). Orðsporið kemur með góðu starfi, hægt og bítandi. Þetta síðastnefnda er mikilvægt. Að aðili r(óðrarklúbbur, skólastjóri kayakskóla osfr. ) geri eitthvað fréttnæmt. Og láti blöðin vita, m.ö.o komi á samböndum við fjölmiðla.Klúbburinn hefur verið duglegur að minna á starf sitt árum saman og ég held að það hafi haft sitt að segja um nýliðun, allt frá því hóað var í sjónvarpið þegar ródeó var í Elliðaám til maraþons ofl. í seinni tíð. Steini fyrrv formaður hafði alveg toppskilning á mikilvægi þessa atriðs.
Vona að þessar vangaveltur hjálpi eitthvað Gísli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jan 2017 21:52 - 29 jan 2017 22:05 #3 by Gíslihf
Vefsíða fyrir Kajakskólann er komin á legg og er slóðin einfaldlega www.kajakskolinn.is Fyrir er fésbókarsíðan www.facebook.com/kajakskolinn og tenging milli þessarar síðna. Nýja vefsíðan snýst um námskeið sem eru komin á dagskrá, en eftirspurn mun eðlilega ráða hvað fer í gang.

Þetta er mín eigin smíð í WordPress og hefur verið skemmtilegt sjálfsnám. Ég á margt ólært, gerði t.d. logo sem var ekki nógu gott og henti því út, en gæti komið síðar in aftur. Svo er aftasta síðan bloggsíða, sem er bara með tilraunum á ennþá.

Þarna eru svo síður með stuttum fræðslupistum og ábendingar eru að sjálfsögðu vel þegnar, en þetta á að vera stuttur texti. Auðvitað væri skemmtilegt að geta gert skýringarmyndir og vídeóstubba fyrir áratækni og fleira, en það verður að bíða.

Ég er að vonast til að hitta á einhvern markhóp sem þekkir ekki enn okkar ágæta sport - og velti fyrir mér hvernig ég get náð til þeirra.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum