Félagsróður 25.febrúar

26 feb 2017 13:35 - 26 feb 2017 13:35 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 25.febrúar
Þetta hefur sannarlega verið "þriggja stjörnu þjálfun" hjá ykkur!

Það kemur fyrir að við fáum slíka öldu norðan við stærsta Fjósaklettinn og það þarf að vera fallið nokkuð út til að aldan kenni botns og rísi ef ég man rétt.

Mér er minnisstæður félagsróður þarna fyrir nokkuð mörgum árum þegar ég fór með öldunni og lenti á hvolfi og á hæla mér komu tveir bátar sem lentu ofan á botni míns báts. Ég þurfti að bíða á hvolfi meðan þeir voru að ýta sér á flot :ohmy:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2017 11:03 #2 by Kiddi Einars
Hér koma nokkrar myndir frá róðrinum.

goo.gl/photos/LL73SrxRWuHUfQgC8

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2017 13:22 #3 by Andri
Replied by Andri on topic Félagsróður 25.febrúar
Í dag var boðið upp á vestanátt og djúpa undiröldu eins og hafði verið spáð og úr varð vetraróður eins og þeir gerast bestir við krefjandi og skemmtilegar aðstæður.
Þátttakendur voru: Andri, Gunnar Ingi, Guðni Páll, Ingi, Sveinn Muller, Kiddi, Klara, Hörður, Örlygur og Valli. Fyrst var róið í kröftugum mótvind og snjókomu á köflum að Fjósaklettum og eftir smá sörfæfingar var farið inn í Viðeyjarsund. Þar var snúið við og stefnan tekin á Fjósaklettana aftur. Þegar komið var að Fjósaklettum í seinna skiptið hafði veðrið batnað og aldan orðið mun brúklegri til brimreiðar. Hópurinn stoppaði þar og ræðarar skiptust á að sitja öldurnar með frjálsri aðferð, áfram, afturábak, á hlið og jafnvel lóðrétt. Flestir lentu á einhverjum tímapunkti á hvolfi og þarna sáust flestar þær aðferðir sem ég þekki við að komast á réttan kjöl, s.s velta, kúrekastíllinn, hefðbundin félagabjörgun og fleiri útgáfur. Stórskemmtilegur róður og ég býst við að það leki sjór úr nefinu á mér það sem eftir lifir dags. Þakka fyrir mig.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2017 16:24 #4 by Andri
Sæl öll,
ég er settur róðrarstjóri á morgun. Sú veðurspá sem ég skoða gerir ráð fyrir að ofsaveðrið sé að ganga niður núna en í nótt og í fyrramálið verði hvöss vestanátt.
Mér þykir líklegt að það verði einhver undiralda og að við reynum að nýta hana í eitthvað skemmtilegt. Stefnum á stuttan og vonandi fjörugan róður. Munum eftir toglínum og hjálmum.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum