Danmörk spurning

13 jún 2017 19:19 #1 by Jónas G.
Replied by Jónas G. on topic Danmörk spurning
Þetta var fínasti kvöldróður, með fínum félögum, hérna eru nokkrar myndir .
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2017 21:25 #2 by Larus
Á morgun mánudag kemur kappinn Carsten Jensen frá Fredrikshavn, áhugamaður eins og viið öll,
við ætlum að taka kvöldróður frá höfuðstöðvunum mæting kl. 20.00,
gæti orðið hálflangur túr Viðey eða eitthvað lengra, jafnvel með kaffistoppi á góðum stað.

þeir sem áhuga og getu hafa endilega mæti, sýnum okkar bestu hlið og mætum sem flest, frábært tækifæri til að æfa sig í róðri og dönsku á sama tíma.......

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2017 19:51 #3 by Icekayak
Replied by Icekayak on topic Danmörk spurning
Þú lætur bara sjá þig þegar það passar þér best höfðingi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2017 19:50 #4 by Icekayak
Replied by Icekayak on topic Danmörk spurning
Tak kærlega, er búin að senda info á kappann

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2017 14:49 #5 by Larus
Replied by Larus on topic Danmörk spurning
ég er vanur dönum..........
og líklegra en ekki að ég verði á svæðinu

láttu hann hafa samband
larusgudm@gmail.com
+354 822 4340
The following user(s) said Thank You: gsk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2017 08:40 #6 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Danmörk spurning
Það er örugglega eitthver hérna í klúbbnum sem er til í að taka þennan Dana með sér í róður, ég verð líklega ekki á svæðinu.
En gaman að heyra hitt Fylkir. Vonandi gengur þetta vel hjá þér (ykkur). Ég þarf að fara koma í heimsókn til þín fljótlega.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2017 19:26 - 06 mar 2017 19:27 #7 by Icekayak
Danmörk spurning was created by Icekayak
Hæ öll,

Var spurður um möguleikana á að komast í róður, af vönum dönskum ræðara, sem kemur í stutta heimsókn á höfuðborgarsvæðið í sumar.
Datt því í hug að spyrja, hér á korkinum hvaða möguleikar væru til staðar varðandi svona lagað ?

Læt fylgja stutt "video" af K2 æfingu gærdagsins, sem gefur í leiðinni góða mynd af mínu daglega róðrarumhverfi.....https://www.relive.cc/view/888532375

Árið 2017 kem ég til með að nota mest í keppnir, hef leik í Eistlandi í lok apríl, í boði Tahe Marine og tek þátt í annað sinn í 100km keppni : http://www.vohandumaraton.ee/

Í lok maí tek ég svo þátt í K2 kajak í 24 tíma keppni í Malmö, markmiðið er að róa ásamt kærustunni minni 180km - hún verður þá fyrsta konan - sem nær þeim áfanga í þessari keppni, sem er sú stærsta af þessari tegund keppna á norðurlöndunum. : http://www.malmokanot.se/m24kc/?cat=7

Með kajakkveðju frá Sönderborg

Fylkir Sævarsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum