Könnun! Langar þig að prófa surfskíði

11 mar 2017 17:34 #1 by SAS
Niðurstaða skoðanakönnunarinnar er eftirfarandi. 67,44% vilja hafa aðgang og nota Epic V10 sport eða V12, surfskíðum, 13,95% ekki og 18,6% eru óviss. Samtals 43 tóku þátt í könnunni

Takk fyrir þátttökuna, könnunin er gott innlegg inn í ákvörðun stjórnar hvort Kayakklúbburinn fjárfesti í tveimur hraðskreiðum surfskíðum og tveimum væng árum

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2017 20:51 #2 by GUMMIB
Styð þetta.

Að mínu mati á klúbbur einmitt að ýta undir nýungar, þ.e sá fræum.

GUMMIB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2017 18:22 - 10 mar 2017 18:28 #3 by Gíslihf
Um leið og surfskíðin verða fleiri en eitt þá munu félagar hafa gaman af því að prófa þau saman.

Ég mun gera það, en á ekki von á að verða surfskíðaræðari.

Það var skemmtilegt að hafa tvo ræðara á surfskíðum með okkur við Gróttu um daginn. Vel mátti sjá hve vel þau brunuðu undan brattri öldu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2017 18:14 #4 by Egill Þ
Styð tillöguna.

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2017 13:05 #5 by bjarni1804
Það er ábyggilega gaman að prófa svona skíði og mun sjálfsagt gera það. Hafa ásetubátar verið í sömu umræðu eða eru þeir í hugum manna dagróðrabátar ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2017 11:11 #6 by SAS
Endilega svarið skoðanakönnuninni með því að opna slóðina hér að neðan og svara spurningunni

www.surveymonkey.com/r/FYX9LC9

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2017 10:45 #7 by Páll R
Ég er því fylgjandi, þó ég eigi sjálfur ekki sérstaklega von á því að sækjast í svona skíði, en hver veit ef þau eru til staðar í gámunum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2017 08:37 #8 by Guðni Páll
Ég segi já, Afhverju ekki? við erum lang stæðsti klúbbur á landinu og því er nauðsynlegt að halda uppi öllu hliðum sportsins.

Kv Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2017 08:10 #9 by Gunni
Við eigum eitt rör. Það er ekki mikið notað. Aðgengi að því er gott, það er ekki slegist um að nota það, það er reyndar ekki stöðugt.
Ég hef prófað skíðið hjá Gunna (Epic V7) og það er stöðugt, speedy og skemmtilegt. Skilaði mér trophy sem ekki hefði fengist á Romany. Ég vill nú samt eiga sjálfur það dót sem ég er að leika mér á..
Hlutlaus.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2017 05:21 #10 by Valli Sport

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2017 23:12 #11 by eymi
Ég er til í það

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2017 22:33 - 06 mar 2017 22:47 #12 by SAS
Á aðalfundi Kayakklúbbsins var lögð fram tillaga að Kayakklúbburinn myndi kaupa tvö hraðskreið surfskíði til að þróa enn frekar sportið okkar og auka möguleika félagsmanna að þróa sig sem ræðara. Surfskíði eru fyrst og fremst hönnuð til að róa með vindi (downwind) og surfa á öldu, allt til að ná sem mestum hraða.

Nokkur ræmur með surfski í action:
vimeo.com/191110242

tcsurfski.com/downwind-surfski-videos/
www.epickayaks.com/gallery/molokai-world-championships-videos

Á stjórnarfundi í dag komu fram spurningar um hvort félagsmenn hefðu áhuga og myndu nota surfskíði.

Vinsamlegast takið þátt í eftirfarandi skoðanakönnun,með því að smella á neðangreinda slóð og svara spurningunni.
www.surveymonkey.com/r/FYX9LC9

Könnunin verður opin fram að næsta félagsróðri (11. mars)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum