Æfing nr. 2 við Gróttu - þrd. 14.3. kl. 17

14 mar 2017 08:26 #16 by Páll R
Eg tek bátinn með og tékka svo á aðstæðum um kl 16:30.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2017 07:26 #17 by Sveinn Muller

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2017 19:23 #18 by olihans
Báturinn er kominn uppá bílinn, fínt að losa kverkaskítinn með smá saltvatni :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2017 19:21 #19 by Gíslihf
Það er í góðu lagi Perla, það er ekki mætingaskylda :cheer: en gott að ná sem mestu.

Ég heyrði á nokkrum í lauginni í gær að þeir ætluðu að mæta og Guðni Páll ætlaði að kíkja á sjólagið nú um kvöldmatinn, það á að verða svipað á morgun.

Mér þykir líklegast að við verðum inni í Seltjörninni og æfum lendingar þar í meters öldu, ekki eru klettar þar þannig að enginn ætti að meiða sig.

Annars tökum við mið af aðstæðum fyrir kl. 17 á morgun.

Sjáumst!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2017 13:32 #20 by SPerla
kemst því miður ekki á morgun :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2017 22:49 #21 by Gíslihf
Það er talsverð skriffinnska sem ég þarf að vinna eftir hverja æfingu og hafa með mér þegar ég fer í næsta kennara námskeið.
Þar skrifaði ég m.a. um markmið æfinganna eftirfarandi:
"Becoming more skilled at the BC 3 Star level and able to use those skills in the MW conditions. Personal skills including some surfing and safe and fast rescues should be handled with confidence after the course. The participants will be able to assess what state of the elements they can handle and when they should turn back or around hazards."

MW er skammstöfun fyrir aðstæður: Undiralda allt að 1 m og vindur allt að 8 m/s eða hjá Bretanum Sea state 3 og BF 4 (vindstig).

Ég ætla að kynna fyrir ykkur næst TTPP (Technical Tactical Physical Psychological) þætti sem við þurfum að takast á við.
Hugsanlega gæti ég skrifað meira um það á bloggi á vefsíðu minni síðar hér: ( kajakskolinn.is/blog/ )

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2017 08:20 #22 by gunnarsvanberg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2017 17:15 - 10 mar 2017 18:24 #23 by Gíslihf
Næsta æfing við Gróttu verður á þriðjudag 14.mars á sama tíma og síðast, kl. 17.

Sjólítið verður nú um helgina, en eftir helgi er spáð talsverðri haföldu, SV 8 m/s, 2-4 °C og rigningu. Háflóð er kl. 19:50 og vel fallið að á æfingunni þannig að verið getur að aldan berist alveg inn á sandfjöruna í Seltjörn en við munum meta hvað hentar að æfa við þessar aðstæður.

Ég stefni á gagnlegar og hæfilega erfiðar æfingar en ekki hetjusýningu þar sem einhverjir gætu farið fram úr sér. Ef við komumst auðveldlega út þá er bara fínt að æfa áratækni utan við öll brot í stórum öldum, en einnig geta verið aðstæður til að fara út í skjóli innan við Gróttu og æfa síðan brimlendingar í sandfjörunni.

Vangaveltur eftir fyrstu æfingu:
  1. Þurrgalli Perlu lekur og var henni því kalt. Við slíku má bregðast með hentugri ullarpeysu
  2. Gott er að hafa heitt á brúsa til að hlýja sér
  3. Við fataskipti hjá bílum er gott að hafa mottu eða eitthvað til að standa á
  4. Brot reif Óla út bátnum og hann missti kajakinn frá sér. Ástæðan stilling fótstiga og líklega of veik beiting hnjáa út í súð
  5. Æfingin við lendingu í klettavík sýnir hve rétt tímasetning skiptir miklu
  6. Við höfum litla þjálfun í öldufimi/brimreið, á meðan eru veltur og sund eðlilegur hluti
  7. Gæta þarf að "umferðareglum" til að meiða engan í bruninu

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum