Nætur-róðrasería 2017

28 mar 2017 18:19 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Nætur-róðrasería 2017
ný dagsetn er 14. apríl. föstudagurinn langi, rétt er það.

hvertíhoppandi, Andri þetta er eina myndin sem til er af þessum 1. apríl róðri. Gaman að því. Til þeirra sem ekki voru með, þá rörum við útí Akurey en þorðum ekki að reyna lendingu í brimi og látum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 mar 2017 14:56 - 28 mar 2017 14:57 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Nætur-róðrasería 2017
Næsta laugardag verða liðin 10 ár frá mögnuðum útileguróðri okkar Örlygs í Engey.
Sjá mynd hér frá tjaldstæðinu okkar


Aldrei að vita nema maður taki afmælisnæturróður 1.apríl þótt að hann sé ekki hluti af næturróðrarseríunni.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 mar 2017 13:04 #3 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Nætur-róðrasería 2017
Sæll Örlygur

Er ný dagsetning fyrir útilegu-næturróðurinn 14.apríl, páskahelgina?

kv UEA

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 mar 2017 23:23 - 22 mar 2017 23:24 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Nætur-róðrasería 2017
Aftur sex bátar á sjó. Frábært mál það. Austangola og lítill sjór. 10 km róður eins og auglýst var. Skelltum okkur inn að Grafarvogskirkju og allir fundu kröftum sínum viðspyrnu, auk þess að upplifa óravíddir...ok hætta.
Þakka þeim sem röru:
Orsi
Guðni Páll V
SAS
Guðni Páll N
Unnur
Perla

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 mar 2017 00:01 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Nætur-róðrasería 2017
Sex bátar á sjó, frábær næturróður sem hófst og lauk í éljum. Fullþungur sjór til að heimsækja Leiðhamra, en tókum aukalykkjur á heimleiðinni og töldum heiðarlega fram 10 km á skattskýrsluna, í reit 4.3.
Þessir röru: Guðni Páll, Viktor, Unnur Eir, Perla, Tobbi og Orsi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2017 18:49 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Nætur-róðrasería 2017
Hann er að bresta á með blíðu undir kvöldið. Og hátt í að þessu sinni, 3,9 m. Smellhittir aukinheldr á háflóð á mætingartímanum hálfníu. Róðrarleið hefir verið ákveðin; Þerneyjarsund og Leiðhamrar. 11 km.
Þetta er fyrsti viðburður Ferðanefndar á þessu ári. Alltaf stemmari að starta ferðasumrinu með þessum hætti.
Sjáumst nefndin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2017 19:41 #7 by Orsi
Þetta verður annasöm vika klúbbfélaga. Gróttuæfing hjá Gísla á þri og...
...Næturóður I á miðvikvöld. :woohoo:
Mæting er kl. 20.30. Munið orkukubb, ljós og róðrarflösku.
-Ferðanefnd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum