Mikið um æfingar-það er vel.
Gísli minnist á mig varðandi öldu"spár" og brim á hringróðrinum fræga.
Satt er það ég lagði verulega vinnu í þessa "ölduspádóma" alla hringferðina- taldi það mjög mikilvæga vitneskju fyrir kayakræðarann að fá svoleiðis í nestið milli áfanga á hverjum tíma.
Aðferðin sem ég notaði var að hagnýta mér alla þá vitneskju sem var tiltæk og úr ýmsum áttum.
Nr. 1 Ölduduflin á víðáttumiklu hafsvæði.
Nr.2 Veðráttan á hafsvæði ölduduflanna
Nr 3 Straumar bæði hafstraumar og sjávarfallastraumar
Nr4 Hafsbotninn í aðdraganda landgrunnsins.
Nr 5 Veðurspá am.k 24 klst fram í tímann
Þetta var heilmikið af nýtanlegum upplýsingum til að "spá" í þróun öldunnar (brims við strönd) á væntanlegri leið Gísla á hverjum áfanga.
Ölduduflin á hverjum stað upplýstu um ölduhæð á rauntíma einnig var hægt að sjá aftur í tímann og fá þannig þróunina.
Hver var veðráttann á svæði ölduduflanna -var að lægja eða og breyta um vindátt ?
Voru straumar á móti öldustefnu sem þá mögnuðu upp eða drógu úr (meðstreymi)
Hver var sjávarfallastraumurinn -stefna hans á ferðatíma Gísla- á krítískum stað ?
Hvernig var hafsbotninn við landið - myndi hann auka ölduhæðina eða draga úr henni ? (Sjókort var gott til þessa brúks)
Og í lokin var það veðurspáin.Hver var vindstefna á tíma- myndi hún auka -ölduna eða draga úr henni-á stóru hafsvæði og þá öldustefnan
Og hafstraumarnir myndu þeir draga úr eða auka ölduna- og þá í langri fjarlægð frá öldudufli.
Þegar allt þetta lá fyrir og hafði farið inn í höfuðið- þá lenti allt þetta í því sem kallað er innsæi .
Stuttu síðar var "ölduspáin" fyrir Gísla tilbúinn til sendingar
Gísla fannst þetta nýtanlegt
Og hringnum lokaði hann á kayaknum.
Auðvitað var þetta allt frumstætt og lítt bóklegt- enda "ölduspámaðurinn" nokkuð frumstæður að eðlisfari og í háttum
Þetta var um ölduspádóma.