Það var 9 manna hópur sem reri upp í vindinn og höfðu þá margir ákveðið að hætta við. Fyrst var farið að Leirvogshólma, síðan inn að Blikastaðkró, svo inn í Leiruvog allt á móti austanstreng um 10 m/s og þá var gott að lensa til baka. Það voru víst aðeins 7 km sem var hægt að skrá í róðrarbókina þrátt fyrir áreynslu og svita.
Hvernig væri að setja margföldunarstuðul á mælda vegalengd, þannig að þegar vindur er meiri en 6 m/s þá hækki vegaalengdin og verði orðin tvöföld við 16 m/s. Formúlan verður þá svona ef L er skráð vegalengd, M mæld vegalengd og v vindhraði í m/s:
L = M x [ 1 + ( v - 6 )/10 ]
Margir mun eiga erfitt með þetta og því mun ritari klúbbsins ávallt vera við þegar ræðarar koma í land, lesa af vindmæli og sjá um reikning og skráningar.