Æðarfuglinn er sætur og mjúkur, frábær kafari, hraður á flugi og gefur af sér fyrsta flokks dún. 1200 dollarar á kg síðast þegar ég gáði. Og vargurinn tekur eitthvað af ungum, en góðu fréttirnar eru þær að hann hefur bara 10 daga til umráða í þeirri veislu - því eldri ungar vekja ekki áhuga hans. Og síðan með blikana sem láta sig hverfa. Það er allt í lagi því kollurnar ráða fóstrur (geldfugla) til að passa ungana og eru þetta oft stórir hópar ungar með nokkrar fóstrur og unga úr mörgum mismunandi hreiðrum. Og mæðurnar sjálfar að fita sig eftir útungun og orkufrekt stúss sem tilheyrir. Þessar ráðstafanir veitir vörn gegn varginum. Annars er það ekki vargurinn sem spillir miklu hvað varðar vöxt og viðgang æðarstofnsins því hann er í raun í sókn hérlendis - ólíkt flestum Evrópulöndum þar sem hann er á undanhaldi. Aðallega vegna ágangs manns. Vargurinn hefur miklu minni áhrif en við höldum. Eigi að síður leitt að sjá unga hverfa í kjaftinn á þeim.
Annars ætlaði ég að minna á Næturróður II annaðkvöld. Sjáumst hress.
Nefndin.