"Gróttu"-æfing 4 sameinuð félagsróðri

25 mar 2017 15:36 #1 by Andri
Frábær félagsróður í dag. Skemmtileg samsuða af leik og lærdóm.
Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2017 13:56 - 25 mar 2017 14:13 #2 by Gíslihf
Þetta var ágæt æfing og 15 kajakar á sjó: Ég nefni fyrst þau sem hafa meiri reynslu: GHF (undirritaður), Hörður, Páll R., Sveinn Axel, Lárus, Gunnar ingi, Klara, Helga, Andri, Guðni Páll V. Síðan þessi sem eru nýrri í sportinu: Hugo, Unnur, Indriði, Ingi T. og Kristinn. Auk þess að vera félagsróður með æfingasniði, þá var þetta 4. æfing "Gróttu" æfingaröðinni, í raun snýst það dæmi ekki um staðinn Gróttu, heldur að venjast sjólagi með nokkurri öldu. Vonandi getum við náð tveim æfingum fljótlega í viðbót til að ljúka því verkefni.

Veðrið var ekki jafn erfitt og ætla mátti af spánni, talsvert vindrek þó í æfiingum. Vindalda úr SV var lítt sjáanleg við Fjósakletta, en fyllur utan úr flóa komu inn milli klettanna og mynduðu skemmtilegar brot- og surföldur af og til þar sem þær lentu á grynningum.
Æfðar voru félagabjarganir þar sem þeir óvanari voru látnir bjarga, Eðlilega voru sumir að fá sér salíbunu með öldunum og lentu þá í veltum, jafnvel fleiri í kös og grunar mig að þeim hafi þótt það skemmtilegt. Loks tókum við æfingar við að lenda í gulu sandfjörunni, en þar reis aldan af og til.

Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga eftir æfinguna:
  • betra er að vera búinn að loka rennilásum á þurrgöllum alla leið áður en farið er á sjó :ohmy:
  • alls ekki má sleppa bát frá sér ef maður lendir á sundi í stífum vindi
  • mikilvægt er að teygja sig í dekklínu björgunarbáts áður en snúningurinn er tekinn upp
Maggi var lasinn í dag og tók undirritaður að sér róðrarstjórn. Þakka ég öllum fyrir þáttökkuna og sérstaklega þeim reyndu sem gera hópinn öruggan, þannig að öllum er óhætt að prófa sig áfram og gera mistök.

Kv. Gísli H F.
The following user(s) said Thank You: Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2017 19:35 #3 by Gíslihf
Veðurstofan spáir um 10 m/s SV-átt í fyrramálið og mér heyrðst á Magga að það gæti verið nóg áskorun fyrir hópinn að vera við Fjósakletta. Ekki er ósennilegt að aldan utan við bryggju verði nægjanleg og þá er hægt að vera í skjólinu þar fyrir innan og skjótast út í vindstreng og öldu. Þetta verður þó ljósara í fyrramálið.

Ég verð vel klæddur undir gallann þannig að ég get alveg farið á sund og beðið eftir æfinga-björgun - það er bara verra ef sá sem ætlar að bjarga mér veltur og þarf sjálfur hjálp! Þess vegna er mikilvægt að hafa vana menn sem öryggisverði við höndina.

Þetta kann að virka einum og mikið fyrir suma - en reynslan gerir okkur hæfari.

Sjáumst!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2017 20:16 - 23 mar 2017 20:25 #4 by Gíslihf
Spáin fyrir laugardag sýnir of mikla of ölduhæð við Gróttu og SV vind 8-10 m/s þannig að skilyrði eru heldur erfið ef marka má þessa spár.

Ég ræddi við Magga sem er róðrarstjóri á laugardag, um að sameina æfingu 4 félagsróðri og líst honum vel á það. Við getum þá haft alla saman eða skipt í tvo hópa eftir því sem hentar.

Við sem höfum verið að æfa við Gróttu og aðrir sem vilja, geta þá fundið hæfilega öldu og æft bjarganir sem eru næst á dagskrá. Það er ekki vitlaust að vera í góðri peysu undir þurrgallanum til að líða vel í sjónum sem fórnarlamb :ohmy:

Við munum fara vel yfir handverkið áður en við leggjum á sjóinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum