Fréttir af stjórn

25 mar 2017 13:32 #1 by Klara
Replied by Klara on topic Fréttir af stjórn
Eigum við ekki að reyna að róa án verðlagsþróunar og kostnaðar sem mun falla síðar :-)
Ef geymslugjöld standa undir kostnaði af bátageymslu-gámum þá sé ég ekki ástæðu til að hækka þau. Ef bæta á í aðstöðu félagsmanna (kaffigámur, búningsgámur oþh.) þá væri spurning hvort að það ætti þá frekar að hækka félagsgjöldin sem er ákvörðun aðalfundar.
Svo er það hin klassíska umræða um það hvort að gámarnir á Eiðinu eigi að vera "geymslugámar". Væri hægt að finna aðra lausn á því? En við megum samt ekki gleyma því að þeir félagsmenn sem fara á sjó einu sinni á ári hafa sama rétt og þeir félagsmenn sem fara einu sinni í viku.

Bestu þakkir til stjórnar og húsnæðisnefndar fyrir að halda utan um húsnæðismálin og félagið okkar. Þið standið ykkur vel.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2017 13:02 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Fréttir af stjórn
Til að skýra þetta nánar þá er hækkun úr 9.000kr í 10.000kr u.þ.b 560kr umfram verðlagsþróun síðan hækkað var síðast m.v þær upplýsingar sem ég hef.
Við erum að innheimta gjöld núna vegna kostnaðar sem mun falla síðar og þar sem að hækkanir til að elta verðlag eru stopular er eðlilegt að skjóta örlítið yfir, þá er bara lengra í næstu hækkun, nema það verði í millitíðinni tekin ákvörðun um að breyta geymslugjöldum. Þetta er ekki gert í hagnaðarskyni og það hefur ekkert breyst í þeirri stefnu okkar að reka klúbbinn á núlli eða því sem nærst. Raunhækkun núna er óveruleg og þegar til lengri tíma er litið engin.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2017 11:45 - 25 mar 2017 11:51 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Fréttir af stjórn
Við minnkandi eftirspurn lækka menn verðið. Og hækka við aukna eftirspurn - þannig að það er alveg vit í þessum forsendur stjórnar. Út af fyrir sig.
Á hinn bóginn verðum við að skoða tilgang félagsins. Eðlilegt er að hlutafélög og fyrirtæki hækki og lækki verð í samræmi við eftirspurn enda er tilgangur þeirra að skapa eigendum sínum hagnað. Það hefur aldrei mér vitanlega verið tilgangur klúbbsins.
Þannig að með þessari ákvörðun stjórnar er eins og seilst sé inn á okkur óviðkomandi svið og þessar hækkanir eru gerðar á skringilegum grundvelli þannig að ég lýsi mig mótfallinn þeim.

Ég eins og ýmsir aðrir, er þó alveg á því að rykföllnu bátarnir ættu að kveðja og mótbárur eigenda þeirra mega sín lítils gegn þeirri stefnu klúbbsins að hvetja til ástundunar. Ég hvet stjórn og húsnæðisnefnd til að hafa samband við þetta fólk og bara hjóla í þetta dæmi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2017 08:39 #4 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Fréttir af stjórn
Sæll Svenni.

Takk fyrir svarið. En það er ekkert þarna sem er nýtt, rafmagnið er væntanlega það sama og undan farin ár. Við höfum reglulega bætt við gámum og þannig það er ekkert nýtt.

Og að ætla að fara þá leið að hækka því eftirspurnin sé mikil, það hljómar ekki bara vitlaust, það er það. Það væri miklu nær að losa við þessa báta sem hafa safnað ryki í mörg ár, einfaldlega láta sækja þá eð þeir verði settir út. Annars held ég að ódýr geymslugjöld hjálpi til þegar fólk skoðar að byrja í þessu sporti. Annar búnaður er frekar dýr og því ágjætt að vera ekki að borga mikla peninga fyrir geymslu í gám sem er ekki upphitaður ekki tryggður og klúbburinn greiðir ekkert fyrir að vera þarna.

Annars ætla ég ekki að tjá mig meira um þetta í bili en finnst þetta á góðri Íslensku bull og þvæla.

Kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2017 22:32 #5 by SAS
Replied by SAS on topic Fréttir af stjórn
Sæll Guðni Páll

Viðhaldskostaður vegna Geldinganes á síðasta ári var rúm milljón og rekstrarkostnaður var kvartmilljón, þar sem rafmagnið er langstærsti kostnaðarliðurinn. Geymslugjöldin í Nauthólsvík rétt duga í að standa undir leigugjöldum.

Undirbúningur er þegar hafinn til að geta sett niður tvo 20 feta gáma og þá er svæðið líklegast fullnýtt í Geldinganesinu nema farið verður í meiriháttar tilfærslur og breytingar. Tveir gámar kosta sitt með standsetningu og málun. Ef félagsmenn vita af ódýrum, en góðum 20 feta gámum, þá má hinn sami láta stjórn vita.

Eftirspurn eftir geymsluplássi er mikil og framboðið er takmörkuð auðlind. Það er mat margra að Kayakklubburinn þurfi að hafa til boða geymslupláss fyrir félagsmenn svo þeir geti stundað sportið sitt. En á sama tíma er allt of margir félagsmenn sem nota aldrei kayakana sína og nota aðstöðuna alfarið sem mjög svo ódýra geymslu sem er alls ekki okkar markmið. Geymslugjöldin eru afar lítil á ári. Vona að þetta svari spurningunni þinni Guðni Páll.

Í raun má alveg rökstyðja að geymslan ætti að vera kr. 20.000-30.000 á ári vegna eftirspurnar og takmarkaðs framboðs. Eins mætti hugsa sér að bjóða róðrarafslátt til þeirra sem sannarlega róa 20-30 daga á ári :-)
Ég tel að til framtíðar litið, að til að halda einhverju jafnvægi milli á fjölda geymsluhólfa og eftirspurnar, þá komi geymslugjaldið til að hækka. Kannski breytist svo öll aðstaðan ef Sundabrautin verður að veruleika og sker okkur frá eyjunum sem eru okkur svo kærar, þ.a. að við neyðumst til að flytja...

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2017 16:10 #6 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Fréttir af stjórn
Hvað liggur á bakvið þessari hækkum á geymslugjöldum? Hafa útgjöld klúbbsins hækkað ?
Eða er þetta bara hækkun til að hækka?

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2017 14:11 #7 by SAS
Fréttir af stjórn was created by SAS
Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund var 6. mars s.l.
Hlutverkaskipan stjórnar verður óbreytt, Gísli verður áfram gjaldkeri og Sveinn Axel áfram ritari. Ákveðið var að hækka geymslugjöldin aðeins, en þau hafa ekkert breyst í ca. 3 ár. Geymsla á hefðbundum sjókayak verður kr. 10.000 á ári og fyrir SOT kr. 13.500, hækkunin á bæði við geymslur í Geldninganesinu og Nauthólsvík. Aðalfundur hafði áður samþykkt óbreytt félagsgjöld að tillögu stjórnar. Reikningar vegna félags- og geymslugjalda verða send til félagsmanna vonandi fyrir næstu mánaðarmót.

Sjá nánar í fundargerðinni í skjalasafninu.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum