Sæll Guðni Páll
Viðhaldskostaður vegna Geldinganes á síðasta ári var rúm milljón og rekstrarkostnaður var kvartmilljón, þar sem rafmagnið er langstærsti kostnaðarliðurinn. Geymslugjöldin í Nauthólsvík rétt duga í að standa undir leigugjöldum.
Undirbúningur er þegar hafinn til að geta sett niður tvo 20 feta gáma og þá er svæðið líklegast fullnýtt í Geldinganesinu nema farið verður í meiriháttar tilfærslur og breytingar. Tveir gámar kosta sitt með standsetningu og málun. Ef félagsmenn vita af ódýrum, en góðum 20 feta gámum, þá má hinn sami láta stjórn vita.
Eftirspurn eftir geymsluplássi er mikil og framboðið er takmörkuð auðlind. Það er mat margra að Kayakklubburinn þurfi að hafa til boða geymslupláss fyrir félagsmenn svo þeir geti stundað sportið sitt. En á sama tíma er allt of margir félagsmenn sem nota aldrei kayakana sína og nota aðstöðuna alfarið sem mjög svo ódýra geymslu sem er alls ekki okkar markmið. Geymslugjöldin eru afar lítil á ári. Vona að þetta svari spurningunni þinni Guðni Páll.
Í raun má alveg rökstyðja að geymslan ætti að vera kr. 20.000-30.000 á ári vegna eftirspurnar og takmarkaðs framboðs. Eins mætti hugsa sér að bjóða róðrarafslátt til þeirra sem sannarlega róa 20-30 daga á ári
Ég tel að til framtíðar litið, að til að halda einhverju jafnvægi milli á fjölda geymsluhólfa og eftirspurnar, þá komi geymslugjaldið til að hækka. Kannski breytist svo öll aðstaðan ef Sundabrautin verður að veruleika og sker okkur frá eyjunum sem eru okkur svo kærar, þ.a. að við neyðumst til að flytja...
kveðja
Sveinn Axel