Það voru 7 kajakar á sjó og æfingar gerðar milli Geldinganess og Þerneyjar í allt að meters öldu, en það var vestan hafalda og svo styttri vindöldur af norðankaldanum. Við Guðni Páll sáum um æfinguna, vanir félagar voru Hörður og Páll R en nýrri félagar þeir Indriði, Þormar og Valli.
Allir stóður sig vel, fóru létt með veltuna í öldunni og æfðu síðan klifur á afturdekk (cowboy reentry). Eftir þessar æfingar var róið vestur fyrir Geldinganes og var þar allmikil ólga, frákast og alda úr tveim áttum. Nokkur vandamál komu í ljós sem setja má nokkra punkta um:
- ef loft er í gallanum kann að vera erfitt að velta upp þeim megin sem maður ætlar, loftið rekur mann til baka
- við klifur þvælast svunturnar oft fyrir
- þegar komið er í sætið reynist erfitt fyrir kalda putta að festa svuntuna fyrir aftan bak
- meðan verið er að setja svunduna á að aftan vill árin fjúka burt ef ræðarinn snýr undan vindi
- jafnvægið er ekki gott þegar mikill sjór er í bátnum
- það er erfitt að dæla úr bátnum án stuðnings
Allt eru þetta atriði sem má æfa og finna út hvernig best er að framkvæma. Eftir sem áður er niðurstaða mín sú að í erfiðu sjólagi er sundveltan öruggari leið til að komast upp í kajakinn, en þá er heldur meiri sjór innanborðs.
Ég þakka þátttökuna - og síðasti dagurinn er enn eftir - fljótlega.