Hringfarar 2017

26 júl 2017 14:12 - 26 júl 2017 14:17 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017
Natalie og Michal voru í Álftaveri á Mýrdalssandi fram á föstudag 21.7. og voru þá búin að bíða og verða fyrir vonbrigðum oft í meira en viku. Það var stundum vindur og annars brim við ströndina. Að lokum var ljóst að tíminn var að renna út og þegar ekki gaf á sjó næstu daga framundan var ekki annað í boði en að láta staðar numið.
Þau fengu síðan far með bóndakonunni sem þau dvöldu hjá á bænum Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri og komu til mín seint um kvöldið. Á mánudagsmorgun fór ég með þeim með kajakana í flutning hjá Eimskip og í flugrútu snemma á þriðjudagsmorgun.
Það var skemmtilegt að vera með þau í gistingu og eðlilega höfðum við margt að ræða. Meðan ég var að fylgjast með ferð þeirra þá rifjaðist mín eigin hringferð upp og ég sá fyrir mér staðina og aðstæður og vissi og gat mér oft rétt til um hvað var að gerast.
Það er annast merkilegt hve margir lenda í erfiðum aðstæðum við Kúðafljót og þar um slóðir.
Vefsíðan þeirra er hér og þar eru ágætar frásagnir sem Natalie hefur skrifað: sixknots.net/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2017 10:39 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017
Natalie og Michal eru nú á gistiheimili í Álftaveri, eins og þau sögðu frá í Fésbókarfærslu og bíða átekta og fengu hjálp til að sækja kajakana.
Veður og sjólag er ekki gott næstu daga.
Þau höfðu tekið eftir því að Spot slóðin við Kúðafljót stemmdi ekki við Google kortið og ég benti á að það væri vegna þess að sandurinn og ströndin þarna er á stöðugri hreyfingu. Jafnvel væri ekki óhætt að skila kajaka eftir í 3 daga, þeir gætu horfið í sand eða vatnsborðið færst til þeirra.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2017 22:54 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017
Þau eru nú stödd í neyðarskýlinu neðan við Álftaver. Sjólag er gott en mótvindur óhagstæður. Vatnsbirgðir þeirra eru á þrotum, en stutt ca 6 km, í næsta bæ ef á reynir. Við Guðni Páll þurftum báðir að láta fyrirberast í þessu skýli og ég veit nákvæmlega hvað þau hafa verið að fást við - þetta er erfitt svæði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2017 12:42 - 08 júl 2017 12:42 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017kl
Nú er róðurinn með Suðurströndinni hafinn. Veður er gott og spá góð næstu daga. Þau fóru út Hornafjarðarós snemma í morgun, flóð var kl 6 í morgun innan við ósinn, þá er lag að fara út og straumur fyrir utan til vesturs. Þegar þetta er skrifað eru þau að nálgast kletta sem standa í sjó fram utan við Hestgerðislón í Suðursveit, en þar gat ég lent og tekið hádegishlé á sínum tíma. Sjólag ræður hvort það er fært nú.
share.findmespot.com/shared/faces/viewsp...EUsYXullRVXm2OY2KC2V

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 júl 2017 16:39 - 02 júl 2017 16:42 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017
Ferðin hjá Natalie og Michel hefur gengið vel undanfarið. Það er erfitt að fylgjast með dagsetningum þegar ferðast er fram yfir miðnætti og sami leggurinn lendir á tveim dögum. Þau fóru frá Skálum á Langanesi og lentu í Strandhöfn í Vopnafirði seint á mánudag 26. júní, gistu næst í Bjarnarey, síðan nálægt Borgarfirði Eystri, næst við Dalatanga og komu loks inn á Neskaupstað, þar sem mér skilst þau hafi verið í 2 daga, vegna SV áttar meðfram fjörðunum. Í dag eru góð skilyrði til róðrar en SPOT merkið var enn á Neskaupstað. Ég hringdi því í Pálma á Neskaupstað og Ingólf í Breiðdalsvík og var sagt að þau hafi farið frá Neskaupstað í gær.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2017 16:35 #6 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017
Hringræðararnir Michal og Natalie eru nú á góðri ferð frá Þórshöfn eftir um 5 daga bið eftir að verði fært og eru komin hálfa leið út með Langanesi. Enda þótt Suðurströndin sé talin erfiðasti hlutinn þá hefur Langanesið reynst sumum erfitt og hafa einhverjir erlendir kappar jafnvel stytt sér leið þar yfir.
Ég reikna með að þau fari fyrir Fontinn seint í kvöld og svo inn að Skálum, þar sem er tjaldstæði með vatni og hreinlætisaðstöðu. Þar er brattur bakki 10-20 m hár, með urð fyrir neðan, en það er í lagi ef sjólag er gott. Aldan er að detta niður, var mest 3-4 m í gær út af Fonti, en ætti að vera 1 til 1.5 m þar í kvöld.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2017 19:34 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017
Ræðarnir lögðu að baki 62-63 km í dag frá Fljótavík suður í Skaufasel við Bjarnarfjörð (nyrðri). Þau hafa beðið þolinmóð eftir að vind lægði og lögðu af stað um kl. 6 í morgun. Eftir að þau fóru fyriir Hornbjarg fór vindur og fallið að vera með þeim og aldan hefur verið 1-2 m skv. www.vegagerdin.is/vs/ArealKort.aspx

Á morgun bætir í vind að norðan og ölduhæð á að vaxa allt upp í 4 m við norðanverðan Húnaflóa.
Maggi Einars á Ísafirði heyrði í þeim frá einhverjum bústað í Fljótavík í gær en þau náðu ekki símasambandi sjálf. Hann gat sagt þeim veðurspána sem þau hafa nýtt sér vel í dag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2017 23:52 - 04 jún 2017 07:31 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017
Þau Natalie og Michel virðast hafa lagt af stað út Aðalvíkina um kl 23. Þetta byggi ég á nokkrum SPOT merkjum sem hafa birst síðustu klst. en þau voru fá og líklega er sambandið ekki gott.
Leiðin inn í Hornvík er um 40 km og er ekki auðsótt þó vindur gangi niður í nótt, enda er ölduhæð um 2-3 m úr NA.

Kl: 0:30 Þau eru komin út fyrir Straumnesið, hafa fallið með sér á móti vindi og haföldu þannig að sjólag hlýtur að vera erfitt.

kl. 7:30 SPOT merkin sýna að þau hafa lent við gamla neyðarskýlið í Fljótavík laust eftir kl. 3 í nótt. Róðrarhraðinn frá Straumnesi hefur verið lítið yfir 3 km/ klst og þau hafa tekið stefnuna inn í Fljótavíkina þegar við Straumnes, svolítinn sveig nær landi. Af því ræð ég að sjólagið hafi verið svo erfitt við Straumnes að ekkert væri í boði að róa fyrir næsta nes, sem er Gjögur. Hvað sem því líður:
VEL GERT :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2017 15:02 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017
Þau veru veðurteppt í Aðalvík við Látra.

Norðaustan áttin á ekki að ganga niður fyrr en á laugardag og betur á sunnudag en heldur þó áfram að þyngja róðurinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2017 15:01 #10 by SAS
Replied by SAS on topic Hringfarar 2017
Þau eru með síðu á Facebook, þar sem segir að þau eru stopp vegna veðurs.. í allt að viku tíma

www.facebook.com/sixknots.net/

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2017 14:13 #11 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic Hringfarar 2017
Það er undarlega þögult yfir vötnum. Hefur ekkert frést af þeim skötuhjúum?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2017 14:38 #12 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017
Ég veit ekki hvar Michal og Natalie eru nú, en tel liklegast að þau sofi í tjaldi sínu í Aðalvík, Flljótvík eða jafnvel Hornvík eftir róður í nótt í góðu veðri. SPOT merkið hefur ekki skilað sér. Maggi Einars (Ísafirði) segir þau vera með tækið í þurrpoka en mín reynsla var að merkið væri of veikt til þess, hafa þurfi tækið óhulið á dekki og ekki of nálægt ræðaranum. Hann var í Bolungarvík í morgun og taldi ekki að þau hefðu komið þangað. Svo eru svæði undir björgum sem mynda skugga gagnvarat gervitunglum.

Vonum að málið skýrist sem fyrst.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2017 19:00 #13 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017
Þau virðast nú vera lögð af stað og ætla líklega yfir Djúpið, Vindur er að detta niður og er spáð blíðu í nótt og fram að hádegi. Miðað við hvað þau hafa sýnt hingar til og að þau eru nú vel hvíld væri þeim alveg trúandi til að fara alla leið í Hornvík, sem eru um 66 km. Horfurnar næstu daga eru ekki góðar og í Hornvík er síðasta skjól fyrir norðaustan áttinni.
Það verður áhugavert að kíkja á SPOT merkið í fyrramálið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2017 10:26 - 26 maí 2017 10:30 #14 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017
Michal og Natalie virðast hafa loki róðri dagsins áður en flest okkar vöknuðu í morgun og lögðu að baki um 10 km að Skálavík. Þá var farið að bæta í mótvind, þau hefðu geta komist inn með Stighlíð og í Bolungarvík er nánast logn, en trúlega hafa þau viljað vera í fallegum dal og góðu tjaldstæði. Það er reyndar langt í næstu verslun.

Skv. spá Veðurstofu mun NA strengur ligja yfir svæðinu næstu daga.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2017 13:04 - 25 maí 2017 14:03 #15 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017
Róðurinn gengur vel og það er ljóst að þetta fólk veit hvað þau eru að gera. Þau eru ekki í vandræðum með ólgu við straumrastir og geta róið langar þveranir ef veður er þokkalegt, bæði eru færni þeirra og úthald gott.
Á síðu þeirra hefur mátt sjá að SPOT tækið hætti að senda, en þau gátu ekki verið á betra svæði því að Vestfirðingar leystu málið snarlega þegar Maggi þeirra renndi niður í Súgandafjörð. Í athugasemdum má sjá að erlendir vinir þeirra eru ekki allir sáttir við SPOT tækin hvað rekstraröryggi varðar og minnt er á að þau koma ekki í stað eiginlegra neyðarsenda eins og við ræddum einnig hér þegar Guðni Páll var að undirbúa sína hringferð.

Nú liggur NA strengur yfir og utan við Hornstrandir, þau gætu skotist yfir Djúp að Rytum og inn í Aðalvík fyrir allar aldir í fyrramálið - en við fylgjumst með þeim Michal og Natalie.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum