Hringfarar 2017

14 maí 2017 11:43 #16 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hringfarar 2017
Gaman að hitta þau í Geldinganesinu í gærmorgun. Ég kíkti á heimasíðuna þeirra og sá að þau fóru til St. Kilda. Það væri nú gaman að róa þangað einn góðan veðurdag með góðum félugum.

(ég held að hún sé í rauða liðinu en á myndinni er hún í úlpu yfir gallan. hann er blástakkur og virðist rosa ánægður með það eins og þeir eru yfirleitt)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2017 14:48 - 13 maí 2017 14:57 #17 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017
Það er alltaf erfitt að pakka og troða og kl. var orðin um 12:15 þegar lagt var frá landi. Fjórir félagar okkar reru með þeim áleiðis og ætluðu að Lundey, það voru þeir Smári, Sveinn Axel, Guðni Páll og Valli en við Þormar stóðum eftir í fjörunni. Fleiri voru búnir að vera á svæðinu meðan verið var að gera klárt, Ingi, Gummi Breiðdal, Sveinn Muller ég man ekki eftir fleirum, nema tveir nemendur sem ég var með um morguninn.

Klúbburinn óskar Natalie og Michal góðrar ferðar og við getum fylgst með á síðunni www.sixknots.net

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2017 18:40 #18 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017
Nú er ætlunin að sjósetja hjá klúbbnum við Geldinganes, því að vindur er hagstæðari þannig.

Þau verða komin í Geldinganes eitthvað fyrir kl 9:30 og pakka í bátana á pallinum og leggja af stað eitthvað að ganga 11 - og mér skilst að Guðni Páll ætli að fylgja þeim úr vör.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2017 21:20 #19 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017 væntanleg
Þau stefna að Gróttu á laugardagsmorgni - en þau skoða veðrið nánar á morgun og ég læt vita hér því það er alltaf skemmtilegt ef einhverjir mæta við brottför.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2017 19:08 #20 by gudmundurs
Hvaðan ætla þau að róa?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2017 21:34 #21 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017 væntanleg
Guðni Páll settist með okkur við eldhúsborðið í dag og fór yfir nokkur mikilvæg atriði í slíkri ferð.

Ég stefni að því að koma með Natalie og Michal í Geldinganes á morgun kl. 18:30 þannig að það er alveg hægt að kíkja til að hitta þau þó ekki sé verið að fara í félagsróður. Þu eru að vona að geta lagt af stað á laugardag, en kajakarnir eru enn í tollinum.

Kv. - Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2017 15:25 #22 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hringfarar 2017 væntanleg
Natalie og Michal koma til landsins í fyrramálið (10. maí) og munu vera hjá okkur Lilju í 2-3 daga þar til þau róa af stað.

Það er eðlilegt og skemmtilegra að kajaksamfélagið þekki þau og sjái, svo að ég er að pæla hvort einhverjir vilji hitta þau í kaffispjalli og/eða hvort ég fái þau til að kíkja á pallinn á fimmtudag þegar félagsróður er að hefjast.

Miðað við veðurspá þykir mér líklegt að róðurinn hefjist á laugardagsmorgun frekar en föstudag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 apr 2017 12:20 - 12 maí 2017 18:35 #23 by Gíslihf
Hringfarar 2017 was created by Gíslihf
Michal and Natalie Maderova ætla að róa umhverfis landið í sumar og hyggjast hefja róðurinn í 2. viku maí. Þau hafa verið í sambandi við Magga og mig en bátar og farangur þeirra bíða nú tollafgreiðslu hjá Eimskip.

Natalie hefur nefnt að þau muni hafa einhverja daga aflögu eftir róðurinn. Hún hefur BC réttindi til að halda próf fyrir 3 Stjörnu sjókajak og er til í að gera það fyrir okkur hér. Bæði ég og Maggi höfum verið með fólk í þjálfun og 3 stjörnur eftir breska kerfinu er færni þeirra sem við getum kallað 'sjálfbjarga ræðara'. Það er vel skilgreint í námsefni BC hvað á að geta fyrir þetta stig og er ég til í að fara yfir hvað kann að vanta hjá hverjum og einum og vera með æfingatíma í vor fyrir þá sem vildu taka próf hjá Natalie.

Til upplýsingar fyrir þá sem voru í Gróttuæfingum, þá miðast 3* við betra veður og sjólag, en eitthvað kann að vanta á í áratækni, veltum og björgunum, fyrir utan smá 'fræði'.

Þetta er nú bara hugmynd eða pæling sem ég varpa hér fram til að sjá hvort einstaklingar eða jafnvel Kayakklúbburinn telji þetta gott tækifæri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum