Jæja kæru félagar, þá er komið að vinnudeginum okkar árlega, en hann verður í seinna fallinu þetta árið.
Stefnt er að því að hafa hann laugardaginn 20. maí kl 10
Verkefnalistinn er í grófumdráttum eftirfarandi, en endilega koma með ábendingar ef það er eitthvað sem þið sjáið að mætti betrumbæta hjá okkur.
Allir mæti með áhöld sem þeir eiga eins og vaninn er.
* Ryðhreinsa gámana og grunna, ryðbletti á veggjum og í hurðafölsum. Við gerum þetta með svipuðum hætti og undanfarið ár, förum á alla gáma með sporjárni og skröpum/rispum burtu allt ryð eins og unnt er. Grunnum svo með ryðvarnar ætigrunni og blettum.
* Taka til í klúbbbátagámum og græja rekka undir dót. Fara í gegnum dótið, reyna að græja varanlega rekka, raða og koma þessu snyrtilega fyrir
* Fara yfir opnun allra gáma. Sumir mjög stífir, sérstaklega þegar frost er. Smyrja lamir á öllum gámunum og skoða hvort þarf ekki að taka þéttingar við gólf.
* Bátageymslugámar, taka alla báta út og þrífa sópa vel út úr öllum gámum.
* Þrífa aðstöðugámana, opna og spúla vel út úr öllum gámum.
* Moka sandinn frá pallinum og slétta með hrífum framan við gáma. (gera snyrtilegt)
* Taka til á nærsvæði við aðstöðuna, tína rusl og hreinsa til.
* Fara í gegnum búnað klúbbsins, galla, báta og annað og tryggja að græjurnar séu í góðu ástandi
* Kaupa salernispappír, kaffipúða, kex ofl.
Kv Össi
Endilega meldið ykkur hérna svo við vitum ca. hvað mæta margir.