Róður á vötnum - pælingar

08 maí 2017 18:53 - 08 maí 2017 18:54 #1 by Gíslihf
Já við þurfum að þekkja lög og reglur og ná einhverju samkomulagi við þá sem eiga viðkomandi land. Það er nokkuð ljóst að vorið er ekki tíminn þar sem er varpland, þannig að slíkar ferðir verða best skipulagðar síðla sumars eins og við höfum gert með ferðirnar í Breiðafirði.

Þeir sem leita að töfrum náttúrunnar í einveru og kyrrð vilja helst tjalda þar sem enginn bílvegur er og helst engin aðstaða, í því felst viss mótsögn. Er staðurinn þá jafn heillandi þegar næsti ferðalangur á þar leið um? Ef við lesum siðareglur kajakræðara erlendis, þá sjáum við settningar eins og: "Góður ræðari tekur ekkert annað en myndir" eða "Skiljum ekki eftir nein spor, aðeins kjölfarið í vatninu".
The following user(s) said Thank You: gunnarsvanberg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2017 08:29 #2 by Grímur
Það er ósköp leiðinlegt þegar eina lausn sem menn sjá er að banna allt
Síðast þegar ég var á ferð um Mývatn þá var bannað að vera þar á kayak vegna smithættu - það á varla við núna þegar engin hreinsun er á kúki ferðamanna
Þingvallavatn - þar var bannað að sjósetja mótórbáta sem er svo sem skiljanlegt
Kajakræðarar eiga náttúrlega að reyna að hafa samstarf við landeigendur en það er ágætt að vera með lögin um náttúruvernd í vasanum sérstaklega IV. kafli. Almannaréttur, útivist og umgengni.
www.althingi.is/lagas/146a/2013060.html

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2017 18:24 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Róður á vötnum - pælingar
S.l. sumur hefur landeigandi takmarkað alla umferð í enda Skorradalsvatns, þ.e. í landi Fitja vegna fuglavarps. Mikið er af nýjum landnemum sem verpa þar orðið og landeigandi vill vernda þessa nýju nágranna eins vel og kostur er.

Best að heyra í Huldu á Fitjum með gistingu.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2017 18:16 #4 by Gíslihf
Þessi maður er atvinnumaður með rekstur á þessu sviði www.oltoa.com/HTML.CSS/Aboutus.htm og ég tel ekki þörf á að kanna hæfni frekar. Auk þess leitar hann til staðkunnugra eins og okkar. Þessi ferð er með einn kúnna sem greiðir væntanlega allan kostnað.

Hann óskar ekki eftir gæd, en leitar eftir fyrirgreiðslu og greiðir fyrir. Staðreyndin er hins vegar sú að okkar ævintýraland virðist bjóða upp á frekar lítið vatnasvið til að róa á og enn síður að hægt sé að vera fjarri bílum og umferð.

Já, ætli Langisjór sé ekki bestur - en væri ekki bara fínt að hita upp með Skorradalsvatni endilöngu, ein nótt innst og hugsanlega labbitúr upp í fjall?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2017 18:01 - 07 maí 2017 18:13 #5 by SAS
Replied by SAS on topic Róður á vötnum - pælingar
Sæll Gísli

Það er ennþá róðrarbann í gildi á Þingvallavatninu í landi þjóðgarðsins, við erum með undanþágu á einum róðri þar í sumar. Það er varla hægt að mæla með gistingu í Karlsdrætti við Hvítárvatn, er allt of viðkvæmt svæði. Mývatn er einfaldlega off. Flest vötn eru í eigu bænda, þ.a, það þarf leyfi frá þeim. Langisjór er einna helst sem kemur upp í hugan sem uppfyllir væntingar viðkomandi. Sammála með umgengnisreglurnar.

Hvaða skilyrði setjið þið, hvað varðar kunnáttu leigutaka? Er ekki eðlilegt að "guide" fylgi með, að það sé eina leiðin til að leigja kayak?

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2017 13:48 - 07 maí 2017 13:49 #6 by Gíslihf
Ég var að fá fyrirspurn frá viðskiptamanni sem vill róa á ísl. vötnum og leitar til okkar Palla um leigu á bát fyrir tvo og aðra fyrirgreiðslu. Ég bað hann að skoða kortið og þá kemur eftirfarandi pæling í tölvupósti:
I was looking at Hvitarvatn Lake as a possibility and also Myvatn. Is there good places for camping? Thingvallavatn appears to be the largest lake. If this would be a good place I would be interested as well. The important criteria is that the lake be remote, scenic and the camping places be accessible only by boat. Undirstrikun er frá mér.
Hverju get ég svarað þegar ég lít á viðmiðanir (criteria) hans? Að það sé búið að eyðileggja mikið af íslenskri náttúru, að Mývatn sé lokað, að Þingvallavatn sé hálflokað, Líklega er Hvítárvatn og Langisjór það sem kemur til greina - en hvernig hugsa svona menn sér 'camping place'? Við verðum líka að setja umgengnisreglur!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum