Það hefur mest verið spurt eftir byrjendanámskeiðum þannig að ég ætla að bæta við vikunni eftir hvítasunnu, 5. - 9. júní. Oft er vandinn hjá fólki að finna lausan tíma og þegar kennt er á sjó ræður veður einnig. Þess vegna geri ég þessa tilraun og ætla að vera með tíma tvisvar á mánudeginum, sem er frídagur, og svo kl 17-19 hina virku dagana. Sá sem vill fá "Byrjendanámskeið" velur einfaldlega tvö skipti. Það er ekki vandamál að blanda þessu efni saman, þegar nemendur eru fáir og fá einstaklingsmiðaða kennnslu, en ég miða við 4-6. Við sjáum svo hvernig þetta virkar - þið megið alveg benda á þetta ef þið þekkið áhugasama.
Annað sem ég gerði var að breyta nöfnum námskeiða, þannig að þau heita nú Byrjendanámskeið (óbreytt) - Framhaldsnámskeið ( viðmið er BC 2 *) - Sjálfbjarga ræðari (viðmið er BC 3*).