Oft er spurt og rætt hverjir hafi róið kajak umhverfis landið okkar. Samanburður tíma er einnig ræddur, en þá er einnig rifjað upp hvernig veður var og hvaða þveranir yfir flóa voru farnar. Það væri skemmtilegt að fá fram yfirlit um þessa róðra ef við hjálpumst að við að rifja þetta upp. Ég setti lista í ferðasögu mína á sínum tíma og hann er þannig:
Ferð/ ár/ ræðari nr.
- 1977 1-2 Nigel Foster, Geoff Hunter
- 2003 3-5 Shawna Franklin, eon Sommé, Chris Duff
- 2006 6 Rotem Ron
- 2007 7-8 Freya Hoffmeister, Greg Stamer
- 2009 9 Gísli H. Friðgeirsson
- 2009 10 Margaret Mann
Síðan voru það eftirfarandi ef ág man það rétt: Riaan Manser og Dan Skinstad, Guðni Páll (2013), Lee Taylor (2016)
Nokkrir hafa lagt af stað en ekki lokið: Jiri Kostinek (tékki), Pal og Mariam (Holland), hjón frá Tasmaníu, US náunginn sem seldi Herði bát sinn og örugglega nokkrir fleiri. Nú eru Michel og Natalie á Vestfjörðum og Guðni Páll sagði mér að von væri á sænskri konu síðar í sumar.
Þetta fer að ruglast og falla í gleymsku og svo er málið flóknara ef við viðurkennum ekki einhvern róðurinn af einhverjum ástæðum.