Í laugardags Mbl. má lesa að kvikmyndaþorp eigi að rísa í Gufnesi og á starfsemi að hefjast fyrir áramót, nýtt deiliskipulag verði tilbúið í haust. Á yfirlitsmynd má sjá veg á landfyllingu út í sjóinn og ekki er haft fyrir því að láta hina einstöku Fjósakletta vera með á myndinni. Það er engin ástæða til að ætla að náttúrunni verði hlíft nú frekar en fyrr við strandlengjuna umhverfis Reykjavík.
Við getum bent á gildi fjörunnar og þeirra klettamynda sem þar eru, á náttúrúlegt aðgengi að fjörunni fyrir almenning og fyrir sjósport, með lágmarks inngripi í umhverfið. Ég er til í að skrifa greinar í Mbl. og Fréttablaðið með samráði við einhver ykkar , senda athugasemdir um skipulag eða gera eitthvað annað.
Á ekki einhver fallegar myndir af Fjósaklettum og landinu þar á móti? Er einhver úr okkar hópi kunnugur þessari þróunar og skipulagsvinnu?