Hvalaskoðun milli Geldinganes og Viðeyjar

05 jún 2017 23:31 #1 by SAS
Kannski brá mér svona mikið, en lengdin fannst mér vera amk tvöföld miðað við skíðið sem er 6,1 m. Hrefnur verða ekki mikið lengri en það. Þetta var amk ný og skemmtileg upplifun og vonandi sér maður meira til þessar skepna á næstu dögum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2017 22:42 - 05 jún 2017 22:43 #2 by Sævar H.
Hrefnur leita stundum inn að Geldinganesi -einkum að norðan. Þar er fiskur sem hrefnur og smáhveli leita í.
Fékk eina svoleiðis upp að hliðinni á mér við veiðar 2007 -mjög nálægt.
Smáhveli voru að leika sér þarna við hliðina á mér þegar ég var á veiðum þarna seinnihlutann í maí -hnýðingar.
Hvalaskoðunarbátar eru stundum norðan Lundeyjar - milli Brimnes og Lundeyjar
Það er líf þarna .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2017 21:12 #3 by Ingi
þetta er óvenjulegt og ég man ekki eftir stórhvelum á sundunum, ég fór ca klukkutíma á undan þér og fór rangsælishring mikið af fugli á ferðinni gaman að sjá ungahópana á eftir mæðrum sínum... :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2017 20:06 - 05 jún 2017 21:37 #4 by SAS
Réri Viðeyjarhring réttsælis núna síðdegis. Heyrði mikinn blástur til hliðar við mig, ca. 25 metra frá mér var stór hvalur og annar minni sem sýndu sig í þrígang og blésu jafnoft Ég var við suðvestur endan á Geldinganesinu, nokkurn vegin miðja vegu milli Viðeyjar og Geldinganes Þar sem ég var á V10 Sport skíði Kayakklúbbsins, þá tók litla hjartað nokkur auka slög....

kv
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum