Það var ánægjulegt að sjá þennan góða hóp, einn ungan kappa og fallegu báta við hlið Gullborgar sem er nokkru stærri en kajakarnir.
Gæslan var svolítið að stríða hópnum þegar þau lögðu af stað til baka. Af gætni fóru þau neðan við Slippinn en ekki beint út á höfnina og í sama bili kom þyrlan Líf og lækkaði flugið yfir miðri höfn. Norðvestan kaldinn vildi reka hana undan og því hallaði flugmaður henni af og til upp í vindinn, sem þyddi að vindur fossaði niður af spaðanum til hliðar og hópurinn okkar lenti í basli - sem þau leystu síðan úr.
Þegar farið er yfir siglingaleið eins og milli Viðeyjar og Sundahafnar er best að fara þvert yfir, þar sem leiðin er mjóst. Það má t.d. fara nálægt innsiglingarbaujunum, grænu að sunnan, rauðu nær Viðey. Þetta er eins og maður gengur þvert yfiir götu en ekki á ská.
Hitt atriðið með Romany-vandamál er nokkuð sem við viljum skilja betur. Explorer, stóri bróðir Romany, er slæmur með að vilja slá undan vindi, ef ræðari er ekki 85-90 kg eða þyngri. Dót í afturlest eykur þennan vanda. Laga má þessa hegðun með smá aukaþyngd í framlest, 2 l af vatni geta jafnvel dugað. Önnur skýring getur verið að skeggið hafi verið niðri.
Romany er þekktur fyrir að láta vel að stjórn og hegðar sér venjulega ekki svona en ég hef þó heyrt um það í Englandi. Ein Hollenska konan í hópnum sem ég fór með um Breiðafjörð s.l. sumar átti í vandræðum með Romany. Hún var lítil og létt og sagði mér mjög pirruð frá vanræðum sínum. Þegar hun fór a ráðum mínum og færði einn vatnsbelginn í framlest glaðnaði yfir henni: "Takk, enginn Hollenskur karlmaður gat sagt mér þetta, þeir sögðu bara að Romany væri lipur bátur og fínn fyrir konur!" - og ég fékk fínt bros frá henni sem var ekki slæmt