Það var leitt að vera ekki með ykkur í kvöld og gaman að sjá þessar góð myndir frá sprettkeppninni.
Hjá mér er "sprettur" í gangi hjá Kajakskólanum. Námskeið á föstdag (10-15), annað á laugardag (8-13), þátttaka í dagskrá Hátíðar hafsins báða daga (14-17), á mánudag kajaktímar með ADHD drengjum í Vatnaskógi og loks námskeið á þriðjudag (10-13). Þetta eru litlir hópar (2, 2, 3+) og verið að sinna séróskum en ekki miklum fjölda. Hátíð hafsins er bara tilraun, kr 3000 fyrir að prófa róður á litlu svæði og ég veit ekki hvernig það gengur.
Síðan er ég búinn að skrá mig í fjarnám ÍSÍ fyrir þjálfara og byrja á 1. stigi, en hef þá sérsviðið okkar sem verður metið inn síðar.