Ef áhugi er fyrir hjá litlum hópi (2-6) þá er ég til í að vera með þjálfun fyrir 'þriggja stjörnu' stig, sem er um það bil sama og við höfum kallað 'sjálfbjarga ræðari'. Natalie, sem er nú að róa við Langanes, hefur þau réttindi og var til í að halda próf, sem mundi vera fullgilt BCU-próf með skírteini.
Ég tek ekkert fyrir minn hluta hjá þeim sem eru félagar í Kayakklúbbnum, en aðrir mundu greiða 5000 fyrir hvert skipti. Natalie mundi væntanlega taka sama fyrir prófdaginn og tíðkast í Englandi og svo er gjald fyrir BCU skírteini.
Æfingar gætu verið daglega eftir vinnutíma í nokkrun tíma, eða með öðrum hætti eftir samkomulagi.
Ég hef góðan tíma á næstunni og reikna með að þau ljúki róðrinum eftir um 3 vikur. Ef það mundi ekki ganga upp með Natalie þá er ég í sambandi við annan afar færan kennara, Steve Banks, sem langar til að koma næsta vor til Íslands og er til í að halda námskeið eða eitthvað.
Þeir sem ná ekki þessari færni, hafa engu að tapa, öll þjálfun er skref upp á við og gerir okkur færari til að njóta kjakróðurs við fjölreyttari aðstæður og fleiri daga ársins. Ef ekki er áhugi þá nær þetta ekki lengra.
Hægt er að svara spurningum hér - og ég er einnig í
8220536 og gislihf@simnet.is