Fréttapistill um kajaktengda hluti.
- S.l. miðvikudag (19.7.) sótti ég 2ja manna Prijon hjá Palla fv. formanni klúbbsins, fyrir Bob Myron (USA).
- Daginn eftir var framhaldsnámskeið frá kl. 15-22 og áfram næsta morgun kl. 8:30-13 og reyndi það á úthald allra en gekk bara vel.
- Eftir hádegið náði ég í Bob Myron og konu sem réð hann sem leiðsögumann og ræðara, á Hótel Holt. Bob kom með allan búnað, en hann er fagmaður og á allan búnað af bestu gerð og það prófað að pakka í Prijoninn til að vera viss um að farangurinn kæmist. Einnig var legið yfir kortum og veðurspá og teiknuð upp róðrarleið og tjaldstaðir við norðanvert Snæfellsnes en loks tekin ákvörðun um að fresta brottför um 2 daga vegna veðurs við norðanvert Snæfellsnes. Kvöldið endaði með góðum (og dýrum) mat við höfnina, sem þau buðu mér í.
- Þegar heim kom um kl. 23 voru hringfarar að renna í hlað með allan sinn búnað, Michal og Natalie, með bóndakonu úr Álftaveri.
- Um sama leiti komu Jói og Tinna úr straumróðri og Jói hafði fengið sinn gamla bát og ár sem ég keypti af honum á sínum tíma.
- Á sunnudagsmorgun fékk Palli mig til að vera á öryggiskajak, þegar yfir 100 manns syntu í Meðalfellsvatni og var það áhrifamikil sjón og skemmtilegt verkefni.
- Eftir hádegið fór ég síðan með bandaríska fólkið á Fellsströnd, eftir að við höfðum legið yfir veðurspá og kortum. Þeirra beið þða verkefni að fara út úr Hvammsfirði gegnum mesta straumasvæðið, en ég treysti Bob vel í það mál og fórum við vel yfir málið saman.
Eftir svona annríka og skemmtilega daga þakka ég fyrir að vera orðinn 'eldri borgari' og hættur að vinna, til þess væri alls enginn tími!