Sæll Gunnar - spurning um surfski og 3*.
Það er rétt, BC er ekki með mikið efni fyrir surfski en þar má þó finna síðu um 'Ocean Racing' (
www.britishcanoeing.org.uk/competition/ocean-racing/ ) Efnið BC um persónulega færni á stigi 3* er fyrir sjókajak, Sit On Top, Open Canoe, Surf, straum, ferðir og freestyle.
Efnið fyrir SOT er látið fljóta með sjókajak og þar er ekki verið að fjalla sérstaklega um surfskíði.
Hvað sem því líður þá er aukin innkoma surfskíða inn í klúbbstarfið frá því við vorum með Gróttuæfingar, skemmtileg viðbót og það væri vel þess virði að skoða erlend dæmi um þjálfun fyrir surfskíði. Ef þú og fleiri surfskíðaræðarar viljið vera með í þessum 3* æfingum í tilraunaskini, þá getum við metið betur hvað er sameiginlegt og hvað er sérstakt.
Ég vil geta þess til gamans að ég var í fjarnámi ISI fyrir þjálfara í sumar og lokaverkefni mitt var beinagrind að ársáætlun fyrir þjálfun hóps unglinga í róðri. Þar setti ég upp að þau ættu að þjálfa sig í róðri á sjókajak - straumkajak - surfskíði. Kanó var ekki með því þar er árin með einu blaði og ég ímyndaði mér að flokka mætti kanó með öðru, en þó skarast áratækni á kanó mikið við kajak.