Mér hefur verið bent á að trúlega mundi mörgum, sem ætla ekki að vera með í 3ja stjörnu æfingum, leiðast í þeim félagsróðrum. Sumir vilja einfaldlega róa og horfa á sólarlagið eða bara spjalla. Þetta er trúlega rétt, en við sem hittumst til að ræða æfingatímana um daginn, töldum án nánari pælinga að allir myndu hafa gott af að vera með.
Það er því spurning hvort rétt sé að finna annan dag fyrir 3* æfingar, en Kayakklúbburinn er trúlega nú þegar búinn að ráðstafa bestu dögum haustsins. Annar möguleiki er að vera sér með 3ja stjörnu hóp á tíma félagsróðra. Sumir væru þá með okkur sem værum með æfingarnar, aðrir færu sinn hring með róðrastóra eins og venjulega. Ég er til í hvort sem er, eða bara byrja og breyta síðan ef reynslan er ekki góð.
Þau sem hafa lýst áhuga, mega gjarna tjá sig um tímasetningar. Þetta er á vegum Kayakklúbbsins og þarf því að falla þokkalega vel að öðru sem þar fer fram. Aðeins félögum er boðið að vera með.