Félagsróður 24.8. og 3* æfing

25 ágú 2017 15:17 #1 by Gíslihf
Þetta var frábær róður og æfing og þakka ég sérstaklega Guðna, Svein og Lárusi fyrir aðstoð til að allt heppnaðist vel. Það þarf gott skipulag, sýnikennslu og samskipti til að 20 manna hópur nái markmiðum í svona verkefni.
Þáttakendur spreyttu sig á því sem fyrir var lagt, að bera og binda, að lenda og sjósetja. Nokkrir horfðu á og það er bara í góðu lagi. Þeir sem hófu 3ja stjörnu æfingar í þessum félagsróðri eru:
Anula, Bent, Bergþór, Emily, Harpa, Hodei, Jón Gunnar, Jónas, Kolla, Marta, Perla, Sveinn M og Unnur.

Nokkrir sem hafa lýst áhuga voru ekki með, en það er í góðu lagi að koma inn í síðar þótt einhverjir tímar falli úr. Það má bæta þeim það upp síðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2017 08:49 #2 by Anula
Hello Gísli, me and Hodei will be also there :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2017 20:49 - 24 ágú 2017 09:08 #3 by Gíslihf
Veðurspáin er frábær, gola, hlýtt og ekki of mikil sól. Svo verður háflóð í miðjum róðrartíma. Þetta er félagsróður og er fyrir alla félaga eins og venjulega. Fræðsla og æfingar taka líklega um helming tímans og þeir sem eru ekki skráðir í æfingarnar geta fylgst með og verið með í þeim eins og þeim líst á. Efnið í dag er létt og við allra hæfi.

Hér er myndband um eitt lítið atriði www.kayakpaddling.net/1-1 til gagns og gamans.

Sjáumst.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2017 20:58 - 24 ágú 2017 09:07 #4 by Gíslihf
Mætum um kl. 18:30 og ræðum saman á palli kl 19. Róðraleið er að flotbryggju við Þerney, í klettavík við Helguhól og áfram umhverfis Geldingnes. Það eru líklega um 10 km og fremur stutt, en við munum taka okkur tíma til að fara í efni og æfingar fyrir 3ja stjörnu færni að hætti Breta (BC). Efnið í þetta sinn hentar öllum - hvernig við berum báta og hvernig við göngum frá þeim á bíla og kerru. Farið verður í æfingar fyrir sjósetningar og lendingar á ólíkum stöðum. Þeir sem eiga toglíinu taki hana með sér.

Sjá nánar efni dagsins hér: kayakklubburinn.is/index.php/klrinn-main...le/90-bcu-3-aefingar

Eftirfarandi hafa tilkynnt þátttöku í þessu verkefni, en það er samt opið fyrir alla að vera með að einhverju leiti: Anula, Bergþór, Gummi S, Hannes, Haukur, Hodei, Indriði, Jónas, Kolbrún, Kristinn, Marta, Perla, Unnur, Þormar. Við ætlum þó að gera lista fyrir skráða þáttakendur og merkja við hvaða efni þeir eru búnir að sýna kunnáttu í. Þannig geta þau safnað merkjum í listann og fyllt hann smám saman þótt þau geti ekki alltaf mætt.

Þetta er ekkert próf - aðeins efni til eigin nota og til að hafa gaman af.

Sjáumst - Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum