Nú á miðvikudaginn réru einhverjir félagsmenn frá Geldingarnesi, við heimkomu hafa trúlega þeir hinir sömu opnað sturtugáminn og þvegið báta eins gert er ráð fyrir að gert sé áður en bátar eru settir aftur inn í geymslugáma. Það sem er verra er að þeir hafa ekki læst aftur sturtugámnum og lásinn finnst hvurgi. Þessir lásar eru rán dýrir og þetta hið vesta mál, bæði að lásinn sé týndur og líka að menn farið frá aðstöðunni ólæstri. Einnig hefur eitthvað borið á að það sé að hverfa úr búnað klúbbsins og þá sérstaklega hefur björgunarvestum fækkað. Það er ekki gott mál.
Bið alla félagsmenn að vera vakandi og hugsa um aðstöðuna og búnaðinn eins og þeirra eigin.
Endilega láta mig vita ef einhver kannast við málið eða hefur skýringar á einhverju.
Minni á þetta
UMGENGNI
REGLUR