Efni æfingarinnar er miðað við BC kröfur fyrir þjálfun 3* ræðara og má finna hér
www.britishcanoeing.org.uk/courses/3-star-sea-kayak-sit-on-top/
3ja stjörnu æfingar - Efni 2. æfingatíma
A2. Efficient forward paddling.
Við leggjum áherslu á eftirfrandi grunnþætti góðs framróðurs:
• Bolvindu, bratta ár, nær réttan arm, góða dýfingu og átak, blað snemma upp úr.
• Hjóla með fótum, kraft upp frá fótum, hæfilegan þrýsting og tog með höndum.
• Finna samhengi líkamsstöðu, snertipunkta, flutnings afls og að skynja krafta og umhverfi.
Þjálfun þarf að veita reynslu við mismunandi ástand vinds og strauma.
A4. Maintaining direction
Ekki er leyfð notkun stýris eða skeggs. Samhæfing halla, sveiptaks frá stefni, fínstillingar á beitingu árablaðs á hvorri hlið og notkun árastýringar við skut í hófi á að tryggja stefnufestu án þess að bitna á framhraða.
Ræðarinn á að geta notað árastýringu til að halda beinni stefnu í þrengslum.