Æfingar 3* fid. 7. sept. kl 18

11 sep 2017 13:39 #1 by Gíslihf
Það er best að enda þennan þráð um æfingu 7.9. með lista um þá sem voru með og fá leiðréttingu ef þarf. Þáttakendur voru:
Indriði - Jón Gunnar - Jónas - Marta - Þormar og Bent sem vissi reyndar ekki um breyttan tíma.

GHF sá um æfinguna með aðstoð Egils, Lárusar og Örlygs.
Aðrir á svæðinu voru Hörður og Sveinn Axel.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 sep 2017 12:28 - 08 sep 2017 12:55 #2 by Gíslihf
Gott að sjá þessar fræðslumyndir og ekki slæmt að vera í félagsskap við meistara Leon Somme. Hann reri umhverfis landið okkar ásamt konu sinni Shawna og Chris Duff sumarið 2003.
Kveðja til þín Bergþór, það er stundum slæmt að geta ekki verið á tveim stöðum í einu!
Næst er ætlunin að vera á sama tíma, fid. kl. 18 og þá verða hliðarfærsla og stuðningsáratök á dagskrá.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 sep 2017 11:55 #3 by Bergþór
Sælir félagar, konur og karlar

Það er auðvitað ekki kurteisi að láta ekki vita af sér, verandi búinn að skrá þátttöku.
En svona er þetta þegar ýmis verkefni fá forgang og kayakinn og formlegar æfingar eru settar til hliðar.
Ég fylgist með og geri ýmsar æfingar á Skorradalsvatni.

kv
Bergþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 sep 2017 08:52 #4 by Larus
Replied by Larus on topic Æfingar 3* nk fid kl 18
Þetta var fínn tími hjá Gísla i gær - takk fyrir það -

það er ekki úr vegi að skoða hvað hinir meistararnir segja.............. og fara svo og æfa sig meira

lg

hagigi:



stern rudder:


edging:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2017 20:12 - 06 sep 2017 20:28 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Æfingar 3* nk fid kl 18
Ég minni aftur á að tíminn er klst. fyrr en venjulegur félagsróður, æfing hefst kl. 18, gott að mæta um 17:30. Ég er ekki búinn að undirbúa tímann neitt nákvæmlega, þannig að við spilum þetta eftir hendinni en efnið er eftirfarandi:
  • Róður aftur á bak - róa í áttu - beita bátshalla (edging), sveiptaki o.fl.
  • Stefnubreyting í kyrrstöðu - 360°- nota bátshalla, líkamshalla o.fl.
  • Árastýring við skut: Stefnufesta, beygja á báðar hliðar, til stuðnings
  • Stefnubreyting á ferð - 90° með ýmsum aðferðum - lóðrétt og lárétt ár
  • - sveiptak, lágstuðningsbeygja, árastýring við stefni - X-dekk -
Þetta er ekki mikil áreynsla en reynir meira á lagni. samhæfingu og lipurð.
Allir velkomnir - þetta er "skóli á aðgreiningar" :cheer:
Sumir koma út klárir í 3* próf - aðrir læra bara eitthvað nýtt eða rifja upp.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2017 18:25 - 07 sep 2017 09:17 #6 by Gíslihf
Nú eru félagsróðrar að hætta á fimmtudögum en við notum tækifærið og höfum æfingadaga a.m.k. næstu tvo fimmtudaga. Ástæðan er sú að næstu 2 laugardaga verður Þingvallaróður og svo líklega hálfmaraþon. Myrkrið á kvöldin er að þrengja að okkur en með því að byrja kl. 18 fáum góð tækifæri í september.

Mæting er um kl 17:30, sjósetning kl. 18. Efnið í þetta sinn er róður aftur á bak og stefnubreytingar.

Veðurspá er góð og stórstreymt háflóð í tímanum.

Hér er tengill á æfingar sem þið hafið verið með í: www.kayakklubburinn.is/index.php/klrinn-...-3-aefingar-skraning

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum