Þessi æfing s.l. fid. fór vel fram í Veltuvík.
Mæting var ekki góð, fjórir 3ja störnu nemendur, Indriði, Jón Gunnar, Harpa og Unnur og einnig við Sveinn Axel, Örlygur og Hörður. Nemendur gerðu að sjálfsögðu allt sem stjórnandinn (SAS) sagði þeim að gera, nema að þau voru ekki alveg tilbúin að henda sér með öxlina niður í sjóinn í hástuðningi.
Ætlunin er að fá Guðna Pál til að stjórna næstu æfingu, sem snýst um bjarganir og notkun toglínu. Við ætlum að bíða átekta og hafa þetta á laugardegi en ekki um leið og Bessastaðabikarinn fer fram. Það verður fljótlega ljóst og kynnt hér á Korkinum.
Öryggismál þurfa allir að æfa, nýir sem vanir, þannig að það hentar vel í félagsróðratíma.