Af kayak ferð til kanada

14 sep 2017 08:47 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Af kayak ferð til kanada
Frábært!,
gaman að lesa þetta og skoða myndir af framandi róðrarsvæðum

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2017 20:45 #2 by eva
Replied by eva on topic Af kayak ferð til kanada
Génial!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2017 20:33 #3 by Sveinn Muller
Ég og Helga Þór fórum til kanada núna 1. september í viku kayakferð. Við flugum til Toronto og keyrðum síðan til Parry Sound sem liggur við Georgian Bay á svæði sem skartar 30.000 eyjum. Georgina Bay er 11.500 km2 og er hluti af Lake Huron. Allar þessar eyjar eru í einu „horni“ Georgian Bay. Við völdum þennan árstíma þar sem ekki er eins heitt og yfir hásumarið og lítið um flugu, uppskárum einungis örfá moskítóbit í allri ferðinni. Hitastigið á daginn var um 16-18° en í vatninu um 20°.
Við leigðum báta hjá White Squall og kostaði leigan um það bil 5.000 ISK á sólahring fyrir bát, fylgdi með allur helsti búnaður svo sem eins og árar, svunta, áraflot, kaykfestingar fyrir bílinn og fleira. Farið var yfir kayak reynslu okkar og fór það ca. svona fram. „Kunnið þið á kayak“ ? Við svöruðum því játandi, afgreiðslukonan merkti samviskusamlega á blað að við kynnum á kayak. Við fengum ágætis kayaka og léttar og góðar árar (Werner Cyprus).
Þá leigðum við okkur sumarhús hjá Wawanaisa . Talvert framboð er af gistingu á svæðinu, sumarhús, airbnb, hótel, Bed and brekfast nú eða bara tjalda. Við skoðuðum þann möguleika að ferðast um eyjarnar með tjald og tilheyrandi viðlegubúnað en ákváðum að þessu sinni að leigja okkur bústað sem við höfðum sem base og lögðum síðan upp frá mismunandi stöðum.
Svæðið er frekar auðvelt róðrarlega séð, ekki gætir flóðs og fjöru og eyjarnar veita mikið skjól fyrir vindi, þó sást vel á trjánum að þarna getur verið sterk vestan átt. Kayakar og kanóar voru upp á bílum út um allt og mikil hefð fyrir þessu sporti þarna úti. Mikið er um sumarhús í þessum eyjum og var mikið líf í eyjunum yfir helgina og allskonar bátar á ferðinni.
Fyrst rérum við um og í kringum Franklin Island, síðan Big Burnt Island og loks við Point au Baril og út fyrir Lookout Island. Náttúran er stórkostleg á þessu svæði, mikið dýralíf, skógar og eyjarnar skemmtilegar. Róðurinn í kringum Big Burnt Island stendur upp úr en allir staðirnir þó frábærir.
Ég mæli hiklaust með þessu svæði ef ykkur langar í skemmtilega kayak ferð. Nokkrar myndir úr ferðinni. hér .
The following user(s) said Thank You: eva, SiggiG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum