Gísla þótti við hæfi að rifja upp glímu Ása-Þórs við Elli kerlingu. Hinir spræku öldungar stóðu þó vel fyrir sínu.
Veðurspá gærdagsins gekk fyllilega eftir, svo og áætlaður róður. Fyrst var streðað inn Leiruvoginn og ekki stoppað fyrr en við þverrifið, þar sem fuglaskoðunarhúsið stendur. Er þar kom hafði bætt töluvert í vind og ekki annar kostur betri en að róa hörkulens til baka. Gekk það hratt og átakalítið og vorum við bara nokkuð ánægð með okkar för þennan morgun. Má með nokkurri vissu ætla að vindur hafi slegið upp í a.m.k. 15 m/s á lensinu.
Auk þeirra Gísla, Harðar og undirritaðs réru Indriði, Unnur, Örlygur og Össur.
Páll R