Bessastaðabikar 2017

01 okt 2017 11:58 - 09 okt 2017 09:18 #1 by Ingi
Bessastaðabikar 2017 was created by Ingi
Kayakklúbburinn Sviði á Álftanesi sem hefur haldið utanum Bessastaðabikarinn undanfarin ár var í samstarfi við Þyt í Hafnarfirði með nýja leið í keppninni í gær.
Róðrarleiðin var frá aðstöðu Sviða á Álftanesi og inn í höfnina í Hafnarfirði og alveg að rampnum við aðstöðu Þyts. Mér reiknast til að þetta hafi verið 5,4km og fyrstu menn kláruðu þetta á hálftíma og síðustu á tæpum klukkutíma. Veðrið var eins og best verður á kosið, bjart og létt gola á eftir með örlítilli öldu sem ýtti aðeins á og bætti hraða flestra. Þessi keppni átti að vera um sl helgi en þá var veður óhagstætt og þá var henni frestað um viku og grillinu sem vera átti eftir keppni var sleppt.

19 keppendur mættu og margir að koma í fyrsta skipti í keppni og fengu þeir 7 mínútna forskot og það kom bara ágætlega út finnst mér. Leiðin var skemmtileg og kom á óvart að sumu leyti og vonandi verður þetta áfram svona og kannski hægt að lengja leiðina með aukahring út með ströndinni ef það er pólitískur vilji fyrir því.
Þakka Sviðamönnum og Þyt fyrir skemmtilega keppni og líka þeim fjölmörgu sem komu í keppnina og til að horfa á og hvetja keppendur.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum