Næturróðrasería

16 okt 2017 00:36 - 16 okt 2017 01:09 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrasería
...og það tókst með naumindum að mæta á réttum tíma í hestríðingar - þökk sé Gísla vekjara. En tjaldið varð eftir ásamt dýnu og einhverju dóti. Þetta var sótt í kvöld. Og þar sem ég naut þvílíkrar hrokablíðu á sundunum, tók ég Gnes-hring í leiðinni, og skoðaði í návígi þrjá Norðurljósadalla með túrista norðan Geldinganess. Alltsaman skemmtilegt. Og þar með lauk Næturróðrarseríu með aukanæturróðri. En þessi róður fer ekki í skýrslu hjá ferðanefnd. Heldur ekki þetta með að ég hafi sofið yfir mig í útilegunni. Ekki heldur að ég hafi farið skólaus í hana.
Mér hefur borist ein áskorun um að halda Næturróðrarseríu í mars 2018. Áskorunin kom nú bara frá sjálfum mér og það gildir.
Þessvegna verður næsta framhald 7. mars. sem er Næturróður I og svo tveir góðir í kjölfarið.
Þökk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 okt 2017 21:22 - 14 okt 2017 21:27 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Næturróðrasería
Það má bæta nokkru við knappa skýrslu Örlygs næturróðrafrumkvöðuls Kayaklúbbsins.

Sjósett var kl 23 og var nokkur alda úr NV á leiðinni út í Þerney. Við sjósetningu stigu noðurljósin dans bak skyjadreifar og var stjörnubjart, en svo þykknaði yfir og dimmdi var ekki önnur birta á leiðinni en siglingaljós okkar, götulýsing í Grundahverfi og bjarmi á lofti yfir Akranesi. Hægt miðaði þannig að beita þurfti upp í vind til að leiðin lægi að landi í Þerney við SA endann. Aldan var hulin myrkri nema þar sem hún brotnaði í faldinn og það var meira róið eftir tilfinningu en sjón í ríflega metra hárri öldu. Um miðnætti drógum við keipa okkar upp í móa og reistum tjöld í myrkri og stinningskalda og um kl. hálf eitt hittumst við í Everest grunnbúðatjaldi Örlygs og hlýddum þar á bókmenntadagskrá. Frá 01:30 eftir miðnætti fram undir morgun voru sum okkar á "stormvakt", milli þess að velta sér og finna betri líkamsstöðu í svefnpokanum.
Þegar undirritaður gáði til veðurs að morgni, kom á daginn að Örlygur hafði sofið heldur lengi, en hann átti að leiða ferðamenn í reiðtúr fyrir hádegi. Minn maður brá sér hins vegar í gallann, skildi tjaldið eftir, hratt fleyi sínu á flot og röri á methraða undan öldu og vindi að Eiðinu, hvar hann skildi keipinn eftir á víðavangi og brunaði af stað upp í Mosó. Það var minni asi á okkur Perlu og eftir morgunverð stigum við léttan dans í öldunni á heimleið.

Þetta var að sjálfsögðu skemmtilegt og betra en að liggja í leti eða annarri óhollustu, en eitthvað vantar upp á svefn hjá mér og valdi ég mér gott sæti úti í horni í barnaafmæli dagsins þar sem lítið bar á að ég dottaði.

Þökk sé Örsa fyrir lítið ævintýr.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 okt 2017 13:42 - 14 okt 2017 19:42 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrasería
Þrír bátar á sjó, við tókum Þerney í norðangarra, hopperí norðan Geldinganess áleiðis að Þerney. Túrinn tók 50 mínútur, gaman að koma í eyna og tjalda. Og bíða eftir alvöru rokinu. Sem kom um 2 leytið. Mikill hristingur og læti. Svo hægðist á milli 4 og 5.
Þessi röru
Perla
Orsi
Gísli. Unnur hjálpaði við sjósetningu.

Þar með lauk haustseríunni. Þetta urðu 10 mætingar félaga.
Ef fjöldi áskorana kemur, þá verður hægt að setja 8. seríuna af stað eftir áramót. Líka ef það verða fáar áskoranir. :lol:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2017 11:50 - 12 okt 2017 11:52 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrasería
Eftir veku?

Þetta er annaðkvöld góði.

Næturróður I miðv 4. okt. Mæting kl. 21 og teknir 12 km á sundunum.
Næturróður II mið 11. okt. Sama.
Næturróður III fös 13. okt. Mæting kl 22.30 með viðlegubúnað og gist í Engey. (það verður lesið upp úr Moby Dick á kvöldvökunni) Þerney til vara. Norðankarrí í kortunum en þurrt að kalla.



Sjáumst, nefndin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2017 11:46 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Næturróðrasería
Gott að einhverjir héldu uppi merkinu! Ég stefni á að vera með eftir viku í útilegunni.

Reyndar spáir yr.no austan kalda og rigningu, en ég er nýbúnn að segja tveim dætrum mínum sem eru fara til Spánar að það sé leiðinlegt að liggja í leti og sólbaði á sundlaugarbökkum fínna hótela - þannig að ég get ekki látið veðrið hafa áhrif :S

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2017 00:45 - 12 okt 2017 00:45 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrasería
Tveir bátar á sjó. Tókum Skarfaklett og Gullinbrú á bakaleiðinni, heilmikið hopperí á köflum í stinningsgolu eins og við var að búast. Þetta urðu tæpir 13 km en við skráðum 11 km í bókina. Lögum það bara seinna.
Þessi röru:
Unnur
Orsi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 okt 2017 10:29 - 10 okt 2017 10:34 #7 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrasería
Næturróðrarnir í fullum gangi..

Næturróður I miðv 4. okt. Mæting kl. 21 og teknir 12 km á sundunum.
Næturróður II mið 11. okt. Sama. (Norðangarri og rigning í kortunum)
Næturróður III fös 13. okt. Mæting kl 22.30 með viðlegubúnað og gist í Engey. Þerney til vara.

Það þarf að mæta með orkukubb í vestivasa og róðrarflösku í alla róðrana. Það er bara skylda.

Róðrarljós þurfa vera á hverjum ræðara. .

Sjáumst, nefndin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2017 23:53 - 04 okt 2017 23:55 #8 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrasería
Fimm bátar á sjó; tókum Þerneyjarhring með Fjósaklettsviðbót. Gott í sjóinn og notalegt allt saman. Og 11 km á mann fóru í róðrarbókina. Næsti NR er að viku liðinni. (Reyndar er Friðarsúlan tendruð á mánudaginn, spurning hvort náist stemmari í að kíkja á það)
Þessi röru:
Gummi B
Þormar
Unnur
Lárus
Orsi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2017 15:11 #9 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Næturróðrasería
Ég mæti og stefni á 100% mætingu líkt og í tveimur síðustu seríum.
:laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2017 13:57 #10 by SPerla
Replied by SPerla on topic Næturróðrasería
Verð því miður fjarri góðu gamni í kvöld en stefni ótrauð á næstu viku og þá vel gölluð B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2017 00:19 - 04 okt 2017 00:21 #11 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrasería
Þær góðu fréttir eru að veðrið lítur frábærlega út fyrir Næturróður I.
Það stefnir því í eggsléttan hafflöt og tunglskin. Hvílík byrjun á sjöundu Næturróðrarseríu Kayakklúbbsins.

Nefndin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 okt 2017 19:39 - 01 okt 2017 19:42 #12 by Orsi
Næturróðrasería was created by Orsi
Þá er enn ein næturróðrarserían að hefjast nk. miðvikudag. Þetta er sjöunda næturróðrarsería klúbbsins en þetta hefur verið fastur liður frá árinu 2014. Ég ætla ekki að lýsa því hvað mér hlakkar mikið til.

Þessi sería samanstendur af þremur róðrum sem hér segir:

Næturróður I miðv 4. okt. Mæting kl. 21 og teknir 12 km á sundunum.
Næturróður II mið 11. okt. Sama.
Næturróður III fös 13. okt. Mæting kl 22.30 með viðlegubúnað og gist í Engey. Þerney til vara.

Þeir sem hafa verið í 3. stjörnunni hjá Gísla skulu íhuga þessa seríu, enda eru næturróðrar matarmikil innlögn í reynslubankann. Það þarf að mæta með orkukubb í vestivsa og róðrarflösku í alla róðrana. Það er bara skylda.

Róðrarljós þurfa vera á hverjum ræðara. GG er núna með Eco Flare. 2750 kall. Og klúbbfélagar eru með afslátt þarna.

Er þetta ekki bara toppmál?
Sjáumst, nefndin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum