Næsta 3* æfing í félagsróðri 7.10.

08 okt 2017 08:30 #1 by Sveinn Muller
Takk fyrir frábæra æfingu Gísli og Lárus.
Það lak sjór úr nefinu á mér í marga klukkutíma, þökk sé Eskimóæfingunni :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 okt 2017 20:50 - 07 okt 2017 20:51 #2 by Gíslihf
GÓÐ ÆFING

10 kajakar á sjó: Arianne, Egill, GHF, Indriði, Jónas, Lárus, Páll R, Rúnar (Ísafirði), SAS, Sveinn M.

Lárus var róðrastjóri en ég skipulagði æfinguna. Þetta varð ágæt æfing - skiptum okkur í hópa 5x2 til að æfa bjarganir. Það var gott næði fyrir SA áttinni að vera undir klettunum á Gufunesi og allir fóru á hvolf og í sjóinn hvað eftir annað.

Það reyndist alveg nóg verkefni að æfa félagabjörgun og Eskmóabjörgun þanng að togæfingar verða bara næst eða seinna. 'All in' æfingin gleymdist líka - tökum hana bara seinna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 okt 2017 17:52 #3 by Gíslihf
Spáð er sunnanátt en vel innan okkar marka og svæðið við Fjósakletta gæti hentað ef Lárusi líst vel á það.

Það verður hlýr vindur en það er samt gott að vera í peysu undir gallanum til að líða betur í sjónum.

Enda þótt 'all in' sé ekki á námskránni gæti verið gaman að spreyta sig á því fyrir okkur Lárus, eða sjálfboðaliða.
Þá eru tveir á sundi samtímis og eiga að hjálpast að við félagabjörgun :ohmy:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2017 20:44 - 03 okt 2017 20:46 #4 by Gíslihf
Lárus er róðrastjóri á laugardag 7.10. kl. 10 - mæting 9:30 að venju.
Hann er tíl í að tengja róðurinn við 3* æfingu, enda er efni á dagskrá sem allir þurfa að halda við.
Efnið er félagabjörgun og notkun toglínu. Við förum yfir það nánar á pallinum.
Allir lenda í sjónum til að láta bjarga sér og þeir sem eiga toglínu hafa hana með.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum