Félagsróður 21. október - Vetrardagur fyrsti 2017

22 okt 2017 09:56 #1 by Larus
Fínasti róður undir styrkri stjórn Klöru, ræðarar héldu hópinn áleiðis, útfyrir Veltuvík þegar einn tók strikið yfir í Gunnunes án þess að við hin værum eitthvað mikið að pæla í því, allir eru vanir því að Örlygur taki sína útúrdúra.
Að hálftíma liðnum mættum við honum sunnanvið Þerney þá var hann með drekkhlaðinn bát af plasti, flöskum, köðlum og drasli sem legið hafði í fjörunní.
Algjörlega frábært framtak Örlygi að hreinsa upp fjörurnar i kringum okkur og hvetur okkur hin til að leggja okkar að mörkum.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 okt 2017 18:48 - 21 okt 2017 18:48 #2 by Klara
Veturinn byrjaði vel fyrir ræðara, fallegt veður og sléttur sjór.

Tólf ræðarar lögðu af stað frá Geldinganesi og stefnan var sett á Þerneyjarhring.
Við v-enda Þerneyjar var hópnum skipt upp, fjórir héldu rakleitt til baka í höfuðstöðvarnar en átta ræðarar bættu við sig Lundeyjarkrækju.

Takk fyrir ánægjulegar samverustundir sl. sumar og vona að veturinn fari vel með okkur öll.

Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum