Þriggja stjörnu æfingar eru sérstakt verkefni til viðbótar við venjulegt starf klúbbsins. Ég er með töflu um þáttöku hingað til og set hana inn í samráði við Gunnar Inga, vefstjóra.
Næst á þeirri dagskrá eru æfingar fyrir tog og notkun toglínu. Ég ætla að hafa slíkar æfingar í samstarfi við róðrastjóra 4. nóv. (Andri) og 11. nóv. (Sigurjón Sig.) en tog-æfingar geta passað vel á venjulegri róðraleið, allt þó eftir veðri.
Síðan vorum við Sveinn Axel að ræða að kominn er tímí á að fara í brimæfingar við Þorlákshöfn. Hann ætlar að fylgjast með veður- og ölduspá, en á þessum árstíma er varla hægt að nota virka daga vegna birtunnar.