Virkjun í Tungufljóti

06 nóv 2017 18:51 - 06 nóv 2017 18:54 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Virkjun í Tungufljóti
Ég hef ekki fylgst með hvar þessi virkjanahugmynd er stödd. Við gætum spurt: Er hún nauðsynleg? Er hún afturkræf? Er gert ráð fyrir mótvægisaðgerðum?

Hvað sem því líður þá vil ég að Kayakklúbburinn vaki yfir og gæti hagsmuna kajakræðara í víðum skilningi (sjó- straum- kanó- SOT- bretta- flúða- ræðara) og náttúruverndar sem tengist eins og ströndin, ár og vötn og aðgengi að þeim.

Málið snertir ræðara hvort sem þeir eru í klúbbnum eða ekki og þá einnig ferðaþjónustuna, en klubburinn hefur stöðu sem félag stórs hóps áhugamannna og sem aðili að sérsambandi innan ÍSÍ.

Svæði sem snerta daglegt starf klúbbsins eru Gufunes og Gunnunes en nú er einmitt verið að vinna að áætlunum um nýtingu þeirra fyrir atvinnustarfsemi. Reykjavíkurborg hefur hvorki verndað strandlínuna né lífríki fjöru og grunnsævis fram að þessu.

Það er því engin ástæða til að treysta því að svo verði gert nú. Geti ég eitthvað gert með ykkur er ég til.

Kveðja - Gísli H Friðg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2017 10:34 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Virkjun í Tungufljóti
Líklega er ástæða þess sú að enginn hefur bent á að straumkayakmenn séu hagsmunaaðilar þegar þetta fór í auglýsingu. Nú er svo komið að það er ekki einn virkur straumkayakmaður þátttakandi í nefndarstarfi klúbbsins og einu viðburðirnir í straumvatni s.l ár hafa verið fremur fámennar nýliðaferðir í Hvítá sem reyndar féll niður þetta árið, lít ekki á sjálfan mig sem virkan straumræðara enda eitt og hálft ár síðan ég réri í straumvatni síðast.... Sjókayakfólk hefur ekki haft hagsmuni stramræðara í miklum fókus og það er mikil synd að straumkayakfólk nýti ekki Klúbbinn til að stuðla að keppnishaldi, æfingum, skipulögðum ferðum og ekki síst hagsmunagæslu. Klúbburinn hefur síðustu ár reynt mikið að höfða til straumkayakfólks en þau hafa ekki skilað sér í starfið. Við áttum okkur ekki á því hvað veldur því vegna þess að félagsgjöldin eru mjög lág og aðstaðan í sundlauginni frábær, ég hefði haldi að aðgangur að sundlauginni til veltuæfinga væri einn og sér til þess fallinn að straumkayakfólk myndi vilja vera í klúbbnum og að allt annað væri "bónus". Það væri óskandi ef þeir sem eru að stunda þessa tegund kayakmennsku myndu ganga í klúbbinn, stofna straumkayaknefnd og taka svona mál föstum tökum. Ég hef skorað á allnokkra straumræðara að ganga í þetta en í klúbbi sem er borinn af nefndarstarfi gerist fátt nema félagarnir taki að sér verkefni.

Varðandi virkjun í Tungufljóti þá grunar mig að það sé of seint að skila inn athugasemdum en við ættum auðvitað að sannreyna það. Þeir sem vilja leiða slíka vinnu f.h straumræðara mega hafa samband við stjórn klúbbsins og við finnum verkefninu farveg.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2017 05:59 #3 by Steini
Eiríkur skrifar:
Sælir, það er frestur til 26 November til að kæra framkvæmda leyfið sem HS orka hefur fengið til að gera virkjun í Tungufljóti. Ef það verður að þessari virkjun mun það hafa mikil og slæm áhrif á íþrótina til langtíma. Túngufljót er þar sem kayak ræðrarar á suð vestur horni landsins bygja upp öryggi til að tækla erfiðari ár. ef þessi virkjun verður að raunveruleika verður til ákveðin flöskuháls, nýliðar fara ekki beint frá Rángá í Austari. Ég er búin að líta yfir gögnin og hvergi er mynst á kayak íþrótina. það er farið yfir áhrif á laxveiði, þannig að áhrif á sport hefur áhrif. Spurning hvort Kayakklúbburinn eigi að kæra þetta, fyrir kayak ræðrara framtíðarinar? hver er skoðun ykkar á þessu máli?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum