Líklega er ástæða þess sú að enginn hefur bent á að straumkayakmenn séu hagsmunaaðilar þegar þetta fór í auglýsingu. Nú er svo komið að það er ekki einn virkur straumkayakmaður þátttakandi í nefndarstarfi klúbbsins og einu viðburðirnir í straumvatni s.l ár hafa verið fremur fámennar nýliðaferðir í Hvítá sem reyndar féll niður þetta árið, lít ekki á sjálfan mig sem virkan straumræðara enda eitt og hálft ár síðan ég réri í straumvatni síðast.... Sjókayakfólk hefur ekki haft hagsmuni stramræðara í miklum fókus og það er mikil synd að straumkayakfólk nýti ekki Klúbbinn til að stuðla að keppnishaldi, æfingum, skipulögðum ferðum og ekki síst hagsmunagæslu. Klúbburinn hefur síðustu ár reynt mikið að höfða til straumkayakfólks en þau hafa ekki skilað sér í starfið. Við áttum okkur ekki á því hvað veldur því vegna þess að félagsgjöldin eru mjög lág og aðstaðan í sundlauginni frábær, ég hefði haldi að aðgangur að sundlauginni til veltuæfinga væri einn og sér til þess fallinn að straumkayakfólk myndi vilja vera í klúbbnum og að allt annað væri "bónus". Það væri óskandi ef þeir sem eru að stunda þessa tegund kayakmennsku myndu ganga í klúbbinn, stofna straumkayaknefnd og taka svona mál föstum tökum. Ég hef skorað á allnokkra straumræðara að ganga í þetta en í klúbbi sem er borinn af nefndarstarfi gerist fátt nema félagarnir taki að sér verkefni.
Varðandi virkjun í Tungufljóti þá grunar mig að það sé of seint að skila inn athugasemdum en við ættum auðvitað að sannreyna það. Þeir sem vilja leiða slíka vinnu f.h straumræðara mega hafa samband við stjórn klúbbsins og við finnum verkefninu farveg.
Kv,
Andri