Í dag og í s.l. félagsróðri voru toglínuæfingar, síðasta efni sérstakra færniæfinga.
Síðan þarf að nota þessa færni í verra veðri og sjólagi og læra hvernig ferð er skipulögð og stjórnað. Það er gott að læra í félagsróðrum og vil ég hvetja róðrastjóra að láta sér detta í hug smá leiki eða þrautir og bjarganir þegar það passar. Síðan er einnig gott að æfa undir Gullinbrú og í brimi við Þorlákshöfn ef klubburinn býður upp á það.
Ég stefni að því að við höfum 3ja stjörnu próf í vor, apríl eða maí. Áður má hafa æfingdaga/ -helgi fyrir þá sem þurfa.
Þegar ég verð búinn að fá tillögu að dagsetningu(m) frá BC-kennaranum Steve þarf ég að kanna væntanlega þátttöku í Kayakklúbbnum og svo er spurning hvort einhverjir utan klúbbsins hafa áhuga að vera með.