3ja stjörnu próf í vor

22 apr 2018 00:09 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic 3ja stjörnu próf í vor
Sallafìn æfing. Fimm kandìdatar, og var farið yfir framhaldstækni ì hliðar,- áfram,- og bakkróðri ásamt stýringum á skut ok stefni. Auk bjargana með ýmsum afbrigðum o.fl. Frábær morgun. Þessi röru; Erna, Kolla, Indriði, Jón Kr., ok Þormar. Að ógleymdum Lárusi liðþjálfa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 apr 2018 11:09 - 20 apr 2018 11:10 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic 3ja stjörnu próf í vor
Ég vona að allir í 3ja stjörnu hópi hafi fengið póst í dag - en næsta æfing er um leið og félagsróður ld. 21. apríl og við ræðum saman á pallinum. Gísli Karls er með félagsróðurinn en Lárus og Örlygur taka að sé 3ja stjörnu æfingarnar.

Síðan er fræðslufundur á fimmtudag 26. apríl kl. 20 í sal ISI Engjavegi 6. Hann verður kynntur betur hér næstu daga.

Við ætlum líka að kynnast lendingum í öldum og munum fylgjast með aðstæðum á næstunni m.a. við Þorlákshöfn.

Svo er bara að æfa sig er frábært þegar auka tækifæri gefast eins og þegar Lárus var með æfingar um daginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 apr 2018 11:02 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic 3ja stjörnu próf í vor
Takk fyrir að kíkja á okkur Guðni Páll og taka þessar góðu myndir. Það er fyndið að sjá svipinn á okkur, ekki mikið brosað eins og þú sagðir. Þó var straumurinn að detta niður þegar þú mættir.

Næsta æfing í 3ja stjörnu dagskrá er áætluð í Laugardalslaug 15.4. en það er alltaf gott að nota alls konar áratök bara í venjulegum félagsróðrum ekki síst ef ströndin er þrædd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 apr 2018 22:59 #4 by Guðni Páll
Alltof margar myndir frá því í dag.

photos.google.com/share/AF1QipN6rTBSGCcQ...SXlabVVxNFRlZnRYUDdB


Kv Guðni Páll.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 apr 2018 22:15 - 02 apr 2018 22:25 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic 3ja stjörnu próf í vor
Æfing undir Gullinbrú - Hér voru Indriði, Kolla, Kristinn, Sveinn M. og Þormar en aðrir forfallaðir. Lárus var okkur til halds og trausts.

Við æfðum að fara úr lygnu/iðu í straum (break in), aftur úr straumi í iðu (break out) og síðan ferjun (ferry gliding) þvert yfir þegar straumurinn fór að minnka. Nú var lögð áhersla á að halla sér inn í beygju öfugt við algengar beygjur á sjó. Innan við brúna er mikið um hringiður sem sveima um svæðið og reynir á lágstuðning og eitthvað var um sundæfingar undir lokin. Það var tekið á því og enginn dró neitt af sér og ég held að allir hafi verið þreyttir eftir æfinguna og fegnir að komast heim í sturtu og heitan sopa.

Allir í hópnum þurfa að kynnast þessu en að öðru leiti er ekki áhersla á straumróður fyrir 3 stjörnur á sjó.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 mar 2018 19:12 - 02 apr 2018 22:28 #6 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic 3ja stjörnu próf í vor
Æfingin í dag var við Fjósakletta og gekk vel, áratækni, jafnvægisæfingar og félagabjörgun við Fjósakletta og þar voru Erna, Indriði, Kolla, Sarah, Þormar og Kiddi auk Eyma og Lárusar til aðstoðar.
Næsta æfing er mánud. 2. dag páska i straumnum undir Gullinbrú kl. 17. Þá er straumur inn í voginn í hámarki og minnkar næstu klst.
Mæting er í Bryggjuhverfi 16:45 og farið á sjó af flotbryggju. Ef einhvern vantar flutning á kajak þarf að hafa samráð og hjálpast að.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 mar 2018 14:20 - 28 mar 2018 14:23 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic 3ja stjörnu próf í vor
Næsta 3ja stjörnu æfing verður nú á laugardag fyrir páska 31.mars. Mæting er í Geldinganesi á venjulegum tíma 9:30 um leið og aðrir sem fara í félagsróður. Spáð er góðu veðri, en sjór er enn kaldur.
Verkefni dagsins eru árabrögð eins og síðast og einhverjar bjarganir. Síðast æfðum við framróður (brattan og lágan), bakkróður í áttu, stefnufestu án stýris, hliðrun í kyrrstöðu og á ferð, snúning í kyrrstöðu og klifur.
Nú þurfum við að æfa stuðningsáratök og stefnubreytingu á ferð með ýmsum hætti auk þess að rifja upp. Síðan förum við í einhverjar bjarganir, að róa með sjó í mannopi og annað ef tími vinnst til. Upplagt er að prófa félagabjörgun á hlöðnum bátum sem koma úr næturferðinni.

Mætum klædd fyrir kaldan sjó og ekki er verra að hafa auka húfu og vettlinga í þurrpoka ef einhver verður kaldur.
Hjálmar og toglínur bíða þar til síðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 mar 2018 15:20 - 24 mar 2018 15:25 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic 3ja stjörnu próf í vor
Auk þeirra sem reru félagsróður vorum við góður 3ja stjörnu æfingahópur. Í þjálfun voru Indriði, Kristinn, Sarah, Þormar, Veiga og Sveinn M. og við söknuðum nokkurra, sem vonandi bætast fljótlega í hópinn.

Veður var stillt og við vorum í vari í Veltuvík og innan við flotbryggjuna við Þerney. Æfingar voru flestar í áratækni, beinn róður, brattur og flatur/high- og low angle, stefnufesta án stýris/skeggs, bakkað í hring og áttu, hliðrun í kyrrstöðu (draw strokes), hliðrun á ferð (hanging draw), snúningur í kyrrstöðu með sveipum (sweeps) og með lágstuðningi (low brace support) og eitthvað fleira. Í lokin var klifur um borð (scramble/cowboy reentry) í Veltuvík og prófuð Eskimóabjörgun með stefni.

Við allar þessar æfingar var ekki slæmt að hafa hina reyndu og öflugu félaga Guðna Pál og Örlyg með til að sýna, segja til og aðstoða. Við mælum með að þið farið nú gegnum þessar æfingar í huganum, setjast á gólfið og herma eftir hreyfingum og jafnvel í svefni :unsure: það hefur reynst mér vel.

Vonandi er sundlaugin í boði á morgun, og svo er næsta æfing að viku liðinni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2018 15:55 - 23 mar 2018 15:57 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic 3ja stjörnu próf í vor
Ef marka má veðurspá verður vindur úr NV 8 m/s þannig að líklega verður hvergi gott skjól. Við förum þá hugsanlega frekar í erfiðari æfingar við Fjósakletta og sandfjörunna í Gufunesi. Það er líka góð aðferð við að læra, að spreyta sig fyrst og fara betur í undirstöðuna síðar og reyna svo aftur við erfið verkefni :ohmy:

Við skoðum þetta betur á pallinum. Verið getur að við verðum eitthvað samferða öðrum sem koma í félagsróður með Gunnari Inga, en ég stjórna okkar 3ja stjörnu hóp og hef Guðna Pál og Örlyg til stuðnings en Gunnar Ingi stjórnar hinum hópnum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 mar 2018 18:52 - 23 mar 2018 15:56 #10 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic 3ja stjörnu próf í vor
Vona að allir í hópnum séu farnir að hlakka til æfinga og prófs :ohmy:

Ég sendi póst í dag á þátttakendur um æfingaplan og greiðslur og vona að allir hafi fengið hann.

Við ætlum að hafa 3* æfingu á laugardag um leið og félagsróður kl. 10, og veljum skjólsælan stað til að fara yfir allar helstu æfiingar. Sama efni er ætlunin að endurtaka eftir viku laugardag fyrir páska.

Magnús Sigurjónsson sem heldur utan um þjálfun leiðsögumanna á sjókajak skv. hinu alþjóðlega ISKGA kerfi staðfestir að
þeir sem hafa lokið BC 3* á sjó séu tækir sem 'Coastal Guide' í því kerfi - sem þýðir aðstoðar leiðsögumaður með hóp á sjó.

Sjáumst á laugardag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2018 20:15 - 14 mar 2018 20:17 #11 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic 3ja stjörnu próf í vor
Uppfærð (14.3.) skráning í 3ja stjörnu þjálfun og mat
Fyrri hópur er fullur (6), en ekkert er að því að einhverjir skipti um dag

Fyrri hópur helgina 26.-27. maí:
Indriði - Kolbrún Sif - Kristinn - Sarah - Unnur Eir - Þormar Þór

Síðari hópur laugardag 2. júní:
Bergþór - Veiga Grétarsdóttir - Erna Jónsdóttir
Eftirfarandi eru með þáttöku í skoðun:
Perla - Sveinn Muller

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2018 09:50 #12 by sarahm
Replied by sarahm on topic 3ja stjörnu próf í vor
Hi
I know I am late, is there a space on the weekend of 26th/27th May, I am on holiday on the second weekend so can't do that.
Sarah

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 mar 2018 22:01 #13 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic 3ja stjörnu próf í vor
Verðið sem Steve Banks setur upp er £180 sem ætti að vera um kr 26.000 en vottorð frá BC er ekki innifalið, gjald fyrir það er aukalega £30. Það er betra að hafa þetta aðskilið, ekki er gefið að allir nái prófi og ekki er heldur víst að allir vilji eða þurfi vottorð. Reyndar styður Steve að ég gefi sjálfur út vottorð sem hann væri til í að skrifa undir, en þetta er einmitt atriði sem mig langar að ræða í fræðslunefnd.

Eins og sjá má í fundargerð stjórnar, mun Kayakklúbburinn styrkja hvern fullgildan félaga í námskeiðinu um kr. 5000 til að lækka kostnað. Ef dæmið er skoðað þá er allt að vinna að keppa að þessu marki, þjálfun og námskeið munu skila aukinni færni og ánægju hvort sem þrjár stjörnur nást eða ekki.

Ég mun fljótlega senda tölvupóst á hópinn um greiðslutilhögun og tímabilið framundan.

Kv. - GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 feb 2018 12:31 - 14 mar 2018 20:16 #14 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic 3ja stjörnu próf í vor
Skráning í 3ja stjörnu þjálfun og mat

Fyrri hópur helgina 26.-27. maí:
Indriði - Kolbrún Sif - Kristinn - Unnur Eir - Þormar Þór

Síðari hópur laugardag 2. júní:
Bergþór - Veiga Grétarsdóttir - Erna Jónsdóttir
Eftirfarandi eru með þáttöku í skoðun:
Perla - Sveinn Muller

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2018 20:32 - 19 feb 2018 20:32 #15 by Gíslihf
Sæll Bergþór. Ég bæti þér á listann fyrir hóp 2.

"Stöðugur ræðari"? Það er aldrei mætingaskylda, en við tölum stundum um "sjálfbjarga ræðara" fyrir þessa 3ja stjörnu færni.

Það er svo ekkert annað en skemmtun og útivist að æfa sig þegar fer að lengja daginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum