3ja stjörnu próf í vor

19 feb 2018 14:27 #16 by Bergþór
Hæ öll
Ég gæti hugsað mér að vera með. Ég er ekki "stöðugur" ræðari í félagaróðri en samt.

kv
Bergþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2018 22:56 #17 by SPerla
Replied by SPerla on topic 3 stjörnu próf næsta vor
Ég er líka međ máliđ í skođun. Ræđst af "aldri og fyrri störfum".

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2018 21:04 #18 by Gíslihf
Þau sem eru skráð í 3ja stjörnu þjálfun og mat helgina 26.-27. maí eru:
Indriði - Kolbrún Sif - Unnur Eir - Þormar Þór
Stærð hóps í 3ja stjörnu mati er einmitt 4.

Það verður hægt að bæta einum degi/hóp við en Kristinn og Sveinn Muller eru með málið í skoðun.

Hvað sem svo líður öllu "stjörnum" þá er um að gera að æfa sig og ná meiri tökum á kajaksportinu.
Ég og aðrir reyndir félagar eru alltaf til í að leiðbeina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2018 20:31 #19 by Þormar
Replied by Þormar on topic 3 stjörnu próf næsta vor
jæja Gísli þá kemur þetta loksins hjá mér, en ég hef áhuga á að vera með :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 nóv 2017 15:54 - 30 nóv 2017 16:01 #20 by Gíslihf
Takk 'sarahm' - best if you send me your name and some info about your sea kayak level - gislihf @ simnet.is

Þá er lágmarki náð því að hópur er minnst 4 og við erum með 5 nöfn og einn ekki öruggur. Ég get ekki beðið kennara að koma frá UK nema lágmarksfjöldi sé kominn og flugmiða þarf að kaupa löngu fyrirfram ef lágt verð á að nást. Síðan er hægt að bæta við, stækka hópinn og jafnvel hafa tvo hópa ef aðsókn vex.

Þriggja stjörnu stig - BC 3 Star - snýst um persónulega færni og öryggi til að róa og ferðast á sjókajak. Ekki er um að ræða þjálfun til að kenna eða vera leiðsögumaður. 3* færni er þó réttur grunnur ef einhver vill fara í kennslu eða leiðsögu ferðamanna.

Kv - GHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 nóv 2017 10:06 #21 by sarahm
Replied by sarahm on topic 3 stjörnu próf næsta vor
I would also be interested in joining a 3*

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 nóv 2017 12:37 - 24 nóv 2017 19:26 #22 by Gíslihf
Gott er að fá þessar undirtektir og mér finnst að fleiri hljóti að vera á leiðinni B)

Ef sumum finnst þeir eiga eftir að bæta sig hlýtur að vera hægt að gera það með aðstoð klúbbfélaga í sundlauginni og svo í róðurum ekki síst n.k. vor.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2017 21:21 #23 by Kolla
Replied by Kolla on topic 3 stjörnu próf næsta vor
Ég hef áhuga á að mæta í prófið. :ohmy:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2017 20:19 #24 by Kiddi Einars
Ef ég verð á landinu á tilsettum tíma mun ég svo sannarlega mæta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2017 09:16 #25 by indridi
Replied by indridi on topic 3 stjörnu próf næsta vor
Ég hef áhuga.

Indriði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 nóv 2017 21:32 #26 by Unnur Eir
Eftir þessa fínu kennslu í haust er næst á dagskrá að næla sér í stjörnur.

Unnur hefur áhuga á að skrá sig til leiks

Takk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 nóv 2017 19:49 - 20 feb 2018 12:34 #27 by Gíslihf
Við erum að skoða hvort prófdómari (Steve Banks) frá British Canoeing geti verið hér um í lok maí.

Þriggja stjörnu próf fyrir sjókajak er tekið á einum degi og geta verið 6 í hópnum.

Ég þarf að heyra frá ykkur hverjir vilja stefna á prófið. Nokkrir hafa verið í æfingum í haust og einnig ætti að verða góður tími til æfinga í apríl-maí.

Aðrir sem vilja hafa 3* skírteini geta verið með óháð þessum æfingum. Það eru fáar kröfur um annað en persónulega færni.

Þið getið tjáð ykkur hér á síðunni eða einnig haft sambandi í gislihf@simnet.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum