Ég fór í Bryggjuhverfið áðan og þar eru miklar framkvæmdir á vegum Þ G Verk og mér leist ekki á að komast að rampinum sem við höfum notað. Hringdi ég síðan í staðarstjóra vinnusvæðisins Anton hjá ÞG (824 8405) og sagði einhverja hugsanlega þurfa að komast á sjó þar síðdegis til að fara í strauminn undir brúnni. Hann tók því vel og sagði að aka mætti með kajakana að rampinum en síðan þyrfti að leggja bílum utan við svæðið. Rampurinn sést á þessu korti.
ja.is/kort/?type=aerial&x=362684&y=406510&z=10
Ég er ekki alveg í formi til að fara í þetta núna, en ætla að kíkja í Geldinganesið um 7 í fyrramálið. Spurning hvor þarf að hafa stígvél til að komast að palliinum
Staðreyndin er sú að flóði um morguninn er stærra en flóðið eftir hádegið en slíkt er ekki hægt að nota sér nema í sumarbirtu.
Ég endurtek að best er að koma undir brúna um kl 16 á morgun, en enginn vanur maður hefur enn boðist til að vera á vettvangi.
Færnin vex aðeins með því að glíma við hlutina, en óvanir sem fara í þessar aðstæður mega reikna með að velta!
Kveðja - Gísli H F