Straumur undir Gullinbrú

05 des 2017 09:09 #1 by Össur I
Replied by Össur I on topic Straumur undir Gullinbrú
Allt með kyrrum kjörum í morgun á flóðinu
Vinnur með okkur hvað er gott veður og stillt
Pallurinn ennþá á sínum stað :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2017 18:38 #2 by Össur I
Replied by Össur I on topic Straumur undir Gullinbrú
Gott Gísli ef þú kíkir í Gnesið í fyrramálið, reikna með að gera það líka á leið i vinnu.
Við Svenni grófum frá pallinum á laugardaginn eftir róðurinn og ég kom á sunnudaginn og festi pallinn við gámana.
Held að pallurinn eigi ekki að geta flotið burt :)
En gott að vera á verði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 des 2017 17:27 - 04 des 2017 17:28 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Straumur undir Gullinbrú
Ég fór í Bryggjuhverfið áðan og þar eru miklar framkvæmdir á vegum Þ G Verk og mér leist ekki á að komast að rampinum sem við höfum notað. Hringdi ég síðan í staðarstjóra vinnusvæðisins Anton hjá ÞG (824 8405) og sagði einhverja hugsanlega þurfa að komast á sjó þar síðdegis til að fara í strauminn undir brúnni. Hann tók því vel og sagði að aka mætti með kajakana að rampinum en síðan þyrfti að leggja bílum utan við svæðið. Rampurinn sést á þessu korti. ja.is/kort/?type=aerial&x=362684&y=406510&z=10

Ég er ekki alveg í formi til að fara í þetta núna, en ætla að kíkja í Geldinganesið um 7 í fyrramálið. Spurning hvor þarf að hafa stígvél til að komast að palliinum :ohmy: Staðreyndin er sú að flóði um morguninn er stærra en flóðið eftir hádegið en slíkt er ekki hægt að nota sér nema í sumarbirtu.

Ég endurtek að best er að koma undir brúna um kl 16 á morgun, en enginn vanur maður hefur enn boðist til að vera á vettvangi.

Færnin vex aðeins með því að glíma við hlutina, en óvanir sem fara í þessar aðstæður mega reikna með að velta!

Kveðja - Gísli H F

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 des 2017 19:46 - 03 des 2017 20:18 #4 by Gíslihf
Á þriðjudagsmorgun kl. 7:12 er hæsta flóð síðan í jan. og mesta flóðhæð 5,5 m Ekki væri slæmt ef einhver væri á vakt til að fylgjast með pallinum og aðstöðu okkar.

Síðdegis má búast við fjöri undir Gullinbrú, straumurinn er mestur um 3 klst. fyrir háflóð þegar fellur inn undir brúna.
Flóðtímarnir og næstu þrjá daga eru:
4. des. mánud. 18:50 - 5. des. þrd. 19:38 - 6. des. mvd. 20:29
Mesti straumur inn er skv. því md. 15:50 þrd 16:38 og mvd. 17:29 - þá væri best að vera kominn á svæðið kl. 15 - 16 og 17
Gallinn er þó sá að myrkur þessa dagana er komið kl. 17
Þess vegna er þriðudagur bestur - mæting undir brúna kl. 16. og hægt að æfa í eina klst.

Ég er að ná mér eftir pest og það væri frábært ef einhver straumræðari byðii sig fram til að aðstoða og æfa sjóræðara.

Kv - Gísli H F

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum