Klúbburinn okkar er með jákvæða kynningu (PR) á vorin þegar fólki er boðið og Gæslan fengin til að hífa einhvern um borð.
Önnur jákvæð kynning gæti verið að bjóða fólki í örstuttan róður frá sandfjörunni Gufunesi (með leyfi réttra aðila) út að Fjósaklettum, milli þeirra og til baka. Það er hægt í góðu vorveðri, með leiðsögn og öryggisgæslu.
Með því vinnum við áhuga fólks sem langar að prófa sportið og þau fá snertingu af náttúrinni þarna, sem erfitt er að veita innsýn í með einhverjum greinaskrifum. Það gæti líka verið sterkur leikur að bjóða borgarfulltrúum eða öðrum, sem taka skipulagsákvarðanir að róa milli Fjósakletta.
- Klúbburinn gæti fengið nýja félaga
- Kajakskólinn gæti fengið nemendur á byrjendanámskeið
- Náttúran gæti snert einhverja sem taka ákvarðanir.