Breytingar hjá Bretum

29 des 2017 22:03 - 29 des 2017 22:29 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Breytingar hjá Bretum
Mikið rétt, öryggið er númer eitt. Þetta er greinilega leikin fræðslumynd frá ACA og strandgæslunni í USA og minnir á fjölda atriða sem voru ekki í lagi. Gamla orðtakið 'fáir kunna sig í góðu veðri heiman að búa' er enn í fullu gildi.
Þeir sem hafa farið gegnum rétta þjálfun og róa saman eru sjálfbjarga í ferðum á sjókajak. Þeir þurfa enga fylgd öryggis- eða björgunarbáta ekki frekar en í klúbbferðum á sumrin.
Metnaður Kayakklúbbins er að félagar séu sjálfbjarga og geti bjargað hver öðrum hratt og fumlaust?
Það er líka sú ímynd sem við viljum að fólk hafi um okkur.
Við ættum ekki að þurfa árlega fylgd björgunarsveitar í keppnum klúbbsins.
Sá sem er rétt búinn getur alveg beðið í sjónum smátíma þar til hjálp berst.
The following user(s) said Thank You: SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2017 21:11 - 29 des 2017 08:29 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Breytingar hjá Bretum
Það er okkur mikilvægt að fylgjast með því sem er að gerast hjá þeim sem lengst eru komnir í þessu sporti eins og Gísli hefur gert. Margir hafa farið í BCU prógrammið og það er hið besta mál. Ég hef ekki farið í það en sem sjómaður í nokkuð mörg ár farið í Sæbjörgu þar sem farið er yfir öryggisatriði sem gagnast atvinnusjómönnum.

Eins og við í klúbbnum erum flest sammála um er að Kayakklúbburinn ætti að vera sá vettvangur sem að nýliðar fá bestu nýliðafræðslu sem völ er á. Ég vona að öryggismál og fræðsla verði héreftir sem hingaðtil það atriði sem klúbburinn leggur mesta árherslu á.

Meðfylgjandi er myndskeið sem ég vona að komi einhverjum að gagni:



kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2017 21:11 - 29 des 2017 21:44 #3 by Gíslihf
Ég reyni að fylgjast með því sem er að gerast hjá BCU og þar er allt í endurskoðun.

British Canoe Union (BCU) og Canoe England heitir nú British Canoeing. Stig og vottorð hafa hingað til verið fyrir persónulega færni og hópstjórn (Personal skills, Leadership) og kennslu/ þjálfun (Coaching) auk leyfa til að halda námskeið og próf í hinum ýmsu greinum róðrarsports. Eftirfarandi breytingar eru á leiðinni:
Færnistig (Personal skills) á sjókajak 1, 2 og 3 stjörnur verða að mestu óbreytt en stig 4 og 5 munu verða færnistig fyrir erfið skilyrði en ferðastjórnin aðskilin. Hætt verður að blanda saman kanó og kajak á stigi 1 og 2.
Hópstjórn (Leadership) sem nú krefst 4 og 5 stjörnu réttinda mun verða kallað ‚Leader‘ og ‚Advanced leader‘ og leiðin til að öðlast réttindin breytist. Hér er hópurinn kajakræðarar en ekki ferðamenn.
Kennsla (Coaching) námskeið og réttindi breytast og nú um áramótin munu margir kennarar missa réttindi og sumir sem hafa haldið námskeið og próf missa leyfin a.m.k. um sinn.
Leiðsögumaður (Guide) er ný braut sem krefst færni og þekkingar auk ýmissa námskeiða sem tengjast leiðöngrum og leiðsögu ferðamanna. Hér virðist vera UK-hliðstæða við ISKGA kerfið, sem er ætlað að veita alþjóðleg réttindi til leiðsögu á sjókajak.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum