Það er okkur mikilvægt að fylgjast með því sem er að gerast hjá þeim sem lengst eru komnir í þessu sporti eins og Gísli hefur gert. Margir hafa farið í BCU prógrammið og það er hið besta mál. Ég hef ekki farið í það en sem sjómaður í nokkuð mörg ár farið í Sæbjörgu þar sem farið er yfir öryggisatriði sem gagnast atvinnusjómönnum.
Eins og við í klúbbnum erum flest sammála um er að Kayakklúbburinn ætti að vera sá vettvangur sem að nýliðar fá bestu nýliðafræðslu sem völ er á. Ég vona að öryggismál og fræðsla verði héreftir sem hingaðtil það atriði sem klúbburinn leggur mesta árherslu á.
Meðfylgjandi er myndskeið sem ég vona að komi einhverjum að gagni:
kv
Ágúst Ingi