Sjálf kíki ég reglulega á heimasíðu klúbbsins en ALDREI á facebook síðuna......enda er ég algjör félagsskítur á samskiptamiðlunum og hef ekkert hugsað mér að breyta því. Punktur og basta!!
Góð ábending hjá Inga. Samfélagsmiðlar hafa tekið yfir samskipti og vefnotkun, en gerum við okkur grein fyrir að þar t.d. á Fésbókinni erum við varan og það er ráðskast með okkur og efni okkar eins og vörum er raðað í hillur.
Spurningin er hvernig hægt er að bæta notkun vefsíðunnar. Vefsíðan:
er vettvangur fyrir auglýsingar og viðskipti með kajaka og tengdar vörur
geymir gagnasafn um klúbbinn, stjórn og nefndir, margskonar fræðslu og eldri ferðir
birtir tilkynningar frá stjórn og nefndum
er vettvangur til að skiptast á skoðunum
þar er hægt að vekja athygli á róðrum og öðrum viðburðum
þar er upplagt að auglýsa eftir félögum með stuttum fyrirvara
þar má setja inn fræðslu
þar má leita ráða
Þá er spurning hvenær við kíkjum á síðuna. Það er óvani að vera alltaf að gá, en getum við vitað hvort eitthvað nýtt er komið inn?
Mikið agalega eru félagar í Klúbbnum lélegir í að tjá sig á þessum vef. Er þetta orðið úrelt fyrirbæri? Ég veit það ekki en mér finnst að Klúbburinn ætti að hafa sinn stað á vefnum og ef að það er hægt að gera betur þá mætti alveg koma þeim upplýsingum á framfæri hér.
Annars óska ég vinum mínum og róðrarfélögum gleðilegs árs 2018 !